"Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2014 08:00 María ásamt Erlu Ásgeirsdóttur í æfingaferð stúlknanna í Austurríki í janúar. Mynd/Aðsend „Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
„Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53
Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19
Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn