Sagður vera næsti Ari Eldjárn Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 10:00 „Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“ Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira