Er ekkert smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Helga María Vilhjálmsdóttir er bjartsýn fyrir keppnina í Sotsjí. Mynd/Skíðasamband Íslands Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Ýmir sneri aftur í góðum sigri Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira