Sprengjuárás á karlmennskuna 10. febrúar 2014 22:00 Hallgrímur Helgason Vísir/Valli Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.” Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.”
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira