Áskorun til áttunda útvarpsstjórans Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:09 Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar