Áskorun til áttunda útvarpsstjórans Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:09 Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og stuðningi við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, úr glæsilegum hópi umsækjenda. Það vann gegn Magnúsi Geir að þar til hann sótti um útvarpsstjórastöðuna var hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn RÚV og hann hafði ekki starfað sem fjölmiðlamaður. En góð reynsla hans af stjórnun menningarstofnana og fleiri mikilsverð atriði studdu við einróma val í stöðuna. En margir hæfir umsækjendur, af báðum kynjum, með bæði fjölmiðla- og stjórnunarreynslu sóttu um stöðuna. Og kona hefur aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra. Magnús Geir er áttundi útvarpsstjórinn sem skipaður er eða ráðinn. Til viðbótar eru þrír settir og allt hafa þetta verið karlar. Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1953-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Bjarni Guðmundsson (settur) (2013 – 2014) Magnús Geir Þórðarson (2014….) Daginn sem Magnús Geir var ráðinn, samþykkti stjórnin einróma ályktun sem ákveðið var að birta opinberlega. Ekki er ástæða til að bíða lengur með að koma henni fyrir almenningssjónir, en hún er svona: „Stjórn Ríkisútvarpsins fagnar tímamótum í starfseminni og því að nýr útvarpsstjóri hefur verið valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda, bæði karla og kvenna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ríkisútvarpsins velur nýjan útvarpsstjóra en áður skipaði ráðherra í embættið. Niðurstaða fjölskipaðrar stjórnar var einróma. Engu að síður er nauðsynlegt að minna á að í hópi umsækjenda voru einnig mjög hæfar konur sem komu til greina í þetta leiðtogastarf. Í ljósi stöðunnar í samfélaginu öllu og á fjölmiðlum alveg sérstaklega er það von stjórnar að nýráðinn útvarpsstjóri taki fast á jafnréttismálum nú þegar þarf að ráða í mikilvægar lykilstöður innan Ríkisútvarpsins.“ Fullskipuð stjórn stóð að áskoruninni. Og nú liggur fyrir að ráða þarf í lykilstöður á Ríkisútvarpinu. Tvær slíkar eru lausar, staða fjármálastjóra og dagskrárstjóra útvarpsins. Magnús Geir Þórðarson, hefur fagnað áskorunum um að koma á jafnrétti í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins. Þar er líka verk að vinna, því þótt jafnréttisstefna sé til vill brenna við að henni sé ekki fylgt. Sem glöggt má sjá á því að karlar sitja langflestar yfirmannastöður og það eru líka karlar sem stjórna megninu af öllum umræðuþáttum um stjórnmál og samfélag. En allir vita að fjölmiðlar og þó sér í lagi stjórnendur frétta og umræðu um þjóðfélagsmál hafa mikil völd og áhrif. Eftir harðvítuga baráttu um fjölmiðla frá því löngu fyrir hrun er enginn vafi á því að þeir sem ráða í íslensku samfélagi, telja yfirráð yfir fjölmiðlum lífsspursmál og beita sér í samræmi við það. Og á það jafnt við um stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila. Þótt meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna hafi gert frjálsri fjölmiðlun, lýðræðislegri fjölbreytni og heilbrigðri skynsemi skömm til á Alþingi í síðustu viku, með því að gera illa ígrundaðar og ó þarfar breytingar á stjórn, getur framtíð Ríkisútvarpsins verið björt. Ég ætla í það minnsta að trúa því að stjórn Ríkisútvarpsins vilji vinna af heilindum og fagmennsku. Hún muni styðja nýjan útvarpsstjóra til að fylgja eftir hlutverki Ríkisútvarpsins og skapa góðan starfsanda eftir gildum lýðræðis, sanngirni og jafnréttis. Fyrsta svar stjórnar til Alþingis, sem fleygði Pétri Gunnarssyni rithöfundi úr stjórninni til að rýma fyrir Framsókn, er að fá Pétur til að standa að undirbúningi útvarpsþings á árinu með nýjum útvarpsstjóra, formanni stjórnar og öðrum stjórnarmönnum. Sú ákvörðun var kynnt á aðalfundi fyrir skömmu. Og vonandi verða næstu skref góð.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar