Vilja fleiri þýðingar Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant, að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Fréttablaðið/valli Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira