Sú yngsta er pollróleg fyrir frumraun á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Helga María keppir í dag. Mynd/Aðsend „Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
„Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram