Kraftbirtingarhljómur guðdómsins vakti mikla hrifningu í Berlín Rut Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2014 08:00 Ragnar Kjartansson með móður sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur. Vísir/Rut Sigurðardóttir Það var margt um manninn þegar listamaðurinn Ragnar Kjartansson frumsýndi nýjasta verk sitt „Der Klang der Offenbarung des Göttlichen“ eða „Kraftbirtingarhljómur guðdómsins“ í hinu fornfræga og sögulega leikhúsi Volksbühne í Berlín. Fjöldi Íslendinga kom sérstaklega til þess að vera viðstaddur frumflutninginn og alþjóðlega listasenan sýndi viðburðinum mikinn áhuga. Titill verksins vísar í kafla í Heimsljósi Halldórs Laxness, en eins og hann gefur til kynna skipar hljóð stóran sess í verkinu. Kjartan Sveinsson semur tónlistina fyrir verkið sem er skrifað fyrir strengjasveit og kór. Davíð Þór Jónsson fer með hljómsveitarstjórn, en það eru sinfóníuhljómsveit Babelsberg og kór sem flytja tónlistina.Fagnaðarlæti Davíð Þór Jónssyni, Kjartani Sveinssyni og Ragnari Kjartanssyni var vel fagnað að sýningu lokinni. Það er óhætt að segja að framsetning verksins sé fremur óhefðbundin þar sem þetta er sviðsverk án leikara, byggt aðeins á leikmynd og tónlist. Upplifunin verður því nokkuð ólík þeirri að fara á leiksýningu eða tónleika. Setið var í hverju sæti þetta opnunarkvöld og eftirvæntingin var mikil. Ef marka má dynjandi lófatak að sýningu lokinni er auðvelt að fullyrða að áhorfendur hafi verið ánægðir með flutninginn og verkið staðið fyllilega undir væntingum.Þína skál Ragnar Kjartansson skálar með áhorfendum að sýningu lokinni. Þríeykið, þeir Ragnar, Kjartan og Davíð Þór, voru mjög ánægðir með móttökurnar, enda var þeim gríðarlega fagnað þegar þeir þökkuðu áhorfendum, hljómsveit, kór og sviðsmyndahönnuði fyrir frammistöðu kvöldsins. Að sýningu lokinni brá Ragnar Kjartansson sér svo í gervi Rassa Prump og tók nokkur lög með félögum sínum, gestum til mikillar skemmtunar.Galleríistarnir Ragnar með galleríistum sínum, Berki Arnarsyni hjá i8 og Roland Augustine hjá Luhring Augustine í New York. Menning Tengdar fréttir „Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ragnar Kjartansson setur upp leikverk án leikara í Berlín. 17. september 2013 07:00 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það var margt um manninn þegar listamaðurinn Ragnar Kjartansson frumsýndi nýjasta verk sitt „Der Klang der Offenbarung des Göttlichen“ eða „Kraftbirtingarhljómur guðdómsins“ í hinu fornfræga og sögulega leikhúsi Volksbühne í Berlín. Fjöldi Íslendinga kom sérstaklega til þess að vera viðstaddur frumflutninginn og alþjóðlega listasenan sýndi viðburðinum mikinn áhuga. Titill verksins vísar í kafla í Heimsljósi Halldórs Laxness, en eins og hann gefur til kynna skipar hljóð stóran sess í verkinu. Kjartan Sveinsson semur tónlistina fyrir verkið sem er skrifað fyrir strengjasveit og kór. Davíð Þór Jónsson fer með hljómsveitarstjórn, en það eru sinfóníuhljómsveit Babelsberg og kór sem flytja tónlistina.Fagnaðarlæti Davíð Þór Jónssyni, Kjartani Sveinssyni og Ragnari Kjartanssyni var vel fagnað að sýningu lokinni. Það er óhætt að segja að framsetning verksins sé fremur óhefðbundin þar sem þetta er sviðsverk án leikara, byggt aðeins á leikmynd og tónlist. Upplifunin verður því nokkuð ólík þeirri að fara á leiksýningu eða tónleika. Setið var í hverju sæti þetta opnunarkvöld og eftirvæntingin var mikil. Ef marka má dynjandi lófatak að sýningu lokinni er auðvelt að fullyrða að áhorfendur hafi verið ánægðir með flutninginn og verkið staðið fyllilega undir væntingum.Þína skál Ragnar Kjartansson skálar með áhorfendum að sýningu lokinni. Þríeykið, þeir Ragnar, Kjartan og Davíð Þór, voru mjög ánægðir með móttökurnar, enda var þeim gríðarlega fagnað þegar þeir þökkuðu áhorfendum, hljómsveit, kór og sviðsmyndahönnuði fyrir frammistöðu kvöldsins. Að sýningu lokinni brá Ragnar Kjartansson sér svo í gervi Rassa Prump og tók nokkur lög með félögum sínum, gestum til mikillar skemmtunar.Galleríistarnir Ragnar með galleríistum sínum, Berki Arnarsyni hjá i8 og Roland Augustine hjá Luhring Augustine í New York.
Menning Tengdar fréttir „Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ragnar Kjartansson setur upp leikverk án leikara í Berlín. 17. september 2013 07:00 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ragnar Kjartansson setur upp leikverk án leikara í Berlín. 17. september 2013 07:00