Spurt... og svarað? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt sé að spyrja þriggja meginspurninga nú þegar umræður um aðildar- (eða aðlögunar-) viðræður við Evrópusambandið hafa keyrst fastar í gamalkunnum farvegi. Svör við þessum spurningum (og nokkrum afleiddum) gætu varpað ljósi á hvernig við rekum það sem kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að reyna? Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar) er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þingkosningar staðið fast á því að allir kjósendur sínir taki að öllu leyti undir hvert einasta stefnuatriði. Ef svo er hvernig vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef svo er ekki hvernig er þá unnt að nota kosningaúrslit sem skýran og óhagganlegan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum helstu meginmálum samfélagsins? Mælir nokkuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu? Önnur spurning (og tvær afleiddar) er svona: Ef unnar eru nokkrar skoðanakannanir með lágmarks vísindalegum hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni, duga þær til að höndla sem best hin sömu mál og þá í samræmi við niðurstöður kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könnunin er mikilvægari – sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna séu andvíg inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt um, eða halda þeim áfram og það áður en þingsályktunartillaga um slit er lögð fram á Alþingi? Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin af fulltrúum vorum sem teljast andvígir EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeðin af víðtækum samtökum sem sögð eru fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild? Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu að lita umræður með opnum huga?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ekki veit ég með vissu hvort heppilegt sé að spyrja þriggja meginspurninga nú þegar umræður um aðildar- (eða aðlögunar-) viðræður við Evrópusambandið hafa keyrst fastar í gamalkunnum farvegi. Svör við þessum spurningum (og nokkrum afleiddum) gætu varpað ljósi á hvernig við rekum það sem kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Íslands. Eigum við að reyna? Fyrsta spurningin (og tvær afleiddar) er svona: Getur stjórnmálaflokkur sem leggur fram grunnstefnuskrá fyrir þingkosningar staðið fast á því að allir kjósendur sínir taki að öllu leyti undir hvert einasta stefnuatriði. Ef svo er hvernig vita stjórnmálamenn flokksins það? Ef svo er ekki hvernig er þá unnt að nota kosningaúrslit sem skýran og óhagganlegan mælikvarða á vilja kjósenda í öllum helstu meginmálum samfélagsins? Mælir nokkuð gegn þjóðaratkvæðagreiðslu? Önnur spurning (og tvær afleiddar) er svona: Ef unnar eru nokkrar skoðanakannanir með lágmarks vísindalegum hætti um tiltekin pólitísk meginmálefni, duga þær til að höndla sem best hin sömu mál og þá í samræmi við niðurstöður kannananna? Ef svo er, hvor nýleg könnunin er mikilvægari – sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna séu andvíg inngöngu í Evrópusambandið eða sú sem bendir til þess að 60–75% landsmanna vilji að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð aðildarviðræðna fari fram? Sé svo ekki, mælir þá eitthvað á móti því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort slíta beri viðræðunum eins og nú heyrist rætt um, eða halda þeim áfram og það áður en þingsályktunartillaga um slit er lögð fram á Alþingi? Þriðja spurning (og tvær afleiddar): Ef skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ, umbeðin af fulltrúum vorum sem teljast andvígir EB-aðild, er góð og gild má þá búast við að skýrsla Alþjóðamálastofnunar HÍ, umbeðin af víðtækum samtökum sem sögð eru fylgjandi aðild, verði hvorki góð né gild? Ef svo er, hver eru þá rökin? Ef svo er ekki, væri snjallt að leyfa þeirri skýrslu að lita umræður með opnum huga?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á [email protected]. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar