Er EES-leið greið? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. mars 2014 06:00 Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB. Í „Evrópustefnunni“ er meðal annars lögð mikil áherzla á að að tryggja skilvirka framkvæmd EES-samningsins og vinna upp þann hala af EES-reglum sem Ísland hefur ekki innleitt í íslenzk lög. Þetta segir ríkisstjórnin nauðsynlegt til að uppfylla markmið EES um „einsleitni löggjafar allra samningsaðila“ sem er réttilega sögð „ítrustu hagsmunir“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Sumum í stjórnarliðinu kynni þó að vera tamara að kalla þessa vinnu aðlögun að reglum ESB, sem Íslendingar taka við án þess að um nokkuð sé að semja. Athygli vekur að í „Evrópustefnunni“ er ekkert talað um tvö önnur stór vandamál sem munu snúa að framkvæmd EES-samningsins hvað Ísland varðar á næstu árum. Þau voru hins vegar til umfjöllunar í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær. Í fyrsta lagi blasir við að vegna gjaldeyrishaftanna mun Ísland um fyrirsjáanlega framtíð ekki geta uppfyllt ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga, eina af fjórum meginstoðum innri markaðar ESB. Innan Evrópusambandsins er farið að spyrja spurninga um hversu lengi það ástand geti varað. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðað að Ísland hafi verið í rétti að beita öryggisákvæðum samningsins og setja á gjaldeyrishöft, en ríki sem vill vera hluti af sameiginlegu markaðssvæði getur ekki endalaust haft undanþágu frá einni grunnstoð þess. Annað og jafnvel meira aðkallandi úrlausnarefni er að ýmsar reglur ESB sem eru á leið inn í EES-samninginn fela í sér svo drjúgt valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana að nauðsynlegt mun reynast að breyta stjórnarskránni til að hún heimili það. Það á til dæmis við um reglurnar um sameiginlegt bankaeftirlit. Þegar það mál kom fyrst til umræðu vorið 2012 sögðu leiðtogar núverandi stjórnarflokka, þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í samtölum við Fréttablaðið að það væri engan veginn sjálfgefið að menn stykkju til og breyttu stjórnarskránni. Nær væri að reyna að ná samningum við ESB. „Fyrst og fremst hljótum við að láta reyna á það til fulls þegar svona tilvik koma upp að fá undanþágur sem henta okkar veruleika,“ sagði Bjarni þá. Þetta virðist nú áfram vera stefnan. Óneitanlega er athyglisvert að þeir félagar telji líklegra að undanþágur fáist í samningum við ESB um EES-reglur en í aðildarviðræðum, af því að prinsippið er það sama; einsleitni löggjafar sem tryggi að allir sitji við sama borð. Raunar er ekki líklegt að ESB vilji sleppa EFTA-ríkjunum við sameiginlegt bankaeftirlit. Slíkt eftirlit hefði til dæmis komið í veg fyrir að Icesave yrði nokkurn tímann það stórmál sem á endanum varð. „Evrópustefnan“ gefur ekki til kynna að ríkisstjórnin átti sig á því að EES-leiðin er engan veginn bein og greið. Liðki Ísland ekki til fyrir upptöku nýrra EES-reglna, meðal annars með stjórnarskrárbreytingum, getur það þýtt að samningnum verði að hluta til kippt úr sambandi, með tilheyrandi skaða fyrir íslenzka hagsmuni. Og vilji Ísland ekki þiggja allar reglur hráar frá Brussel, mun reyna á samningsvilja ESB – nokkuð sem margir í stjórnarliðinu segja að sé ekki til.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun