Ekki flókið verkefni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. mars 2014 07:00 Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að setja forseta Íslands flóknar eða viðamiklar reglur um hvernig hann höndlar utanríkismál Íslands á erlendum vettvangi, þvert ofan í orð Össurar Skarphéðinssonar. Gildandi stjórnarskrá, virðing fyrir þverpólitísku hlutverki talsmanns þjóðarinnar, almenn skynsemi og samstarf við utanríkisráðuneytið dugar nógu vel. Sé þessu blandað saman á hlutlægan hátt blasir við hvað forseti segir á alþjóðavettvangi um einstök stefnumál sem sitjandi ríkisstjórn hefur afgreitt – eða fyrri ríkisstjórnir – hafi sú nýjasta ekki breytt út af fyrri og ríkjandi stefnu. Hann útskýrir þau og minnir á að þar sé um að ræða samþykkta afstöðu ríkisstjórnar og Alþingis. Hann fer gjarnan yfir deilur og ólík sjónarmið innanlands ef því er að skipta, eða segir frá því að um stefnuna ríki sátt í meginatriðum. Ef á hann er gengið með hans eigin skoðun útskýrir hann hlutverk forseta sem ekki felst í stefnumótun utanríkismála heldur sé það nær því að ýta undir umræður og ákvarðanir í utanríkismálum jafnt sem öðrum málaflokkum. Vissulega hefur forsetinn málfrelsi, eins og utanríkisráðherra bendir á. Hann hefur mörg tækifæri til að velta upp ólíkum skoðunum, jafnt sínum sem öðrum, en hann veit hvenær slíkt á við og hvenær ekki. Hann leggur ekki persónulega skoðun sína á umdeildum málum fram á alþjóðafundum, í erlendum fréttaviðtölum um Ísland eða heimsmálum eða opinberum heimsóknum. Til þessa fást margvísleg önnur tækifæri.Rangar hugmyndir Hugmyndir um sérstaka utanríkisstefnu forseta Íslands eru rangar. Þess vegna vakti það athygli (og ég andmælti því) þegar sitjandi forseti sagði sem svo fyrir síðustu kosningar að æskilegt teldist að samhljómur væri með utanríkisstefnu forseta og ríkisstjórnar. Þar kom glöggt fram að hann lítur öðrum augum á sitt silfur en margur maðurinn og alveg örugglega meirihluti Alþingis. Sérhverjum forseta Íslands verður stundum boðið að halda ræðu um norðurslóðamálefni á háskólaráðstefnum eða mannamótum þar sem hinir skipuðu fulltrúar Íslands í Norðursheimskautsráðinu eða skyldum stofnunum eru ekki formlegir þátttakendur, eða að minnsta kosti ekki virkir ræðumenn. Hann heldur sína ræðu og skýrir stefnu landsins í málefnum norðurslóða, setur fram hugmyndir um úrbætur eða nýjungar, viðrar ef til vill gagnrýni sem heyrst hefur eða hvaðeina sem hann getur fært almenn rök fyrir. Hann tekur þátt í umræðum ef til þess er ætlast. Komi að því að einhver sambærilega boðinn ræðumaður setur fram skoðun sem forseta líkar ekki, er ekki sjálfgefið að hann mótmæli þeim. Þar kemur til álita að segja ekkert, upplýsa um stefnu Íslands ef það á við eða vísa til skipaðra landsfulltrúa. Þegar allt kemur til alls gildir að forseti Íslands er talsmaður og verjandi þorra landsmanna en ekki sjálfs sín.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun