Bara gumpurinn upp úr? Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. apríl 2014 11:37 Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og allir þið hinir rúmlega fimmtíu og tvö þúsund Íslendingar, sem skrifað hafið undir eindregin tilmæli um að þjóðaratkvæði verði látið ganga um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður fram haldið eða ekki – nú vitið þið það. Alveg sama hvort slík atkvæðagreiðsla verður haldin eða ekki. Alveg sama um hver niðurstaðan verður. Alveg sama hvort tekst að stöðva framgang tillögu ríkisstjórnarinnar um tafarlaus slit viðræðnanna eða hvort ykkur tekst að fá því slegið á frest. Ekkert framhald viðræðna mun eiga sér stað með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sitjandi í stjórnarráðinu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið af öll tvímæli um það. Formaður Framsóknarflokksins sömuleiðis, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði það í Kastljósi RÚV mánudagskvöldið 24. mars. Heyrandi heyrið þið þó ekki. Sjáandi sjáið þið þó ekki. Ekkert framhald getur orðið nema skipt verði um fólk í stjórnarráðinu. Nema aðrir komi þar að en ráða flokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Er ykkur ekki enn orðið þetta ljóst? Skortir ykkur skilning, skortir ykkur vit – eða er sjálfsblekkingin bæði viti og skynsemi yfirsterkari? Stingið þið bara höfðinu í steininn eins og formanni Heimssýnar, Vigdísi Hauksdóttur, er tamast að orða það?Samsekir Það er á ábyrgð ykkar, Þorsteins, Benedikts og – sennilega – Ólafs líka og auk þess margra annarra í hinum rúmlega fimmtíu og tvö þúsund manna hópi, að núverandi stjórnarherrar fengu umboð til þess að stöðva framhald viðræðna við ESB og skella þannig í lás einu dyrunum sem opnar stóðu til þess að geta með annarra hjálp klofið þann skafl hörmunga og hafta, sem flokkarnir ykkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báru höfuðábyrgð á að hrundi yfir íslenska þjóð. Þið eruð samábyrgir um niðurstöðuna. Vissulega létuð þið blekkja ykkur með innantómum yfirlýsingum um að þjóðin yrði spurð og fengi að ráða. Þannig létuð þið blekkja ykkur og þannig hjálpuðuð þið til við að blekkja aðra. Það voru ekki bara Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna, Illugi og hvað þeir annars heita allir postularnir, sem lofuðu sér um þveran hug. Þið tókuð þátt í því. Þið létuð ekki bara blekkjast – þið blekktuð líka. Hjálpuðuð til. Hjálpuðuð til að raungera það, sem þið alls ekki sögðust vilja. Og nú uppskerið þið ávöxtinn. Ríkisstjórn, sem mynduð er af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, segist undir engum kringumstæðum munu taka að sér það verkefni að halda viðræðum við ESB áfram hvað sem líður vilja þjóðarinnar – og ykkar. Það mun ekki gerast nema þjóðin feli öðrum það verkefni. Foringjarnir, kjörnir og studdir af ykkur, hafa tekið af öll tvímæli um það.Hvað um ykkar atbeina? Nema þjóðin feli öðrum það verkefni! Munuð þið veita ykkar atbeina til þess? Munuð þið með stuðningi þess mikla fjölda úr íslensku atvinnu- og félagslífi, sem ykkur eru sammála, leggja allt ykkar í sölurnar til þess að gerbreyta viðhorfi ykkar flokka og ef það ekki tekst að taka þá þeim afleiðingum sem óhjákvæmilegar eru og styðja þá eða stofna til stjórnmálasamtaka sem vilja veita þeim viðhorfum brautargengi sem þið teljið vera mikilvægust til þess að tryggja framtíðarhagsmuni íslenskrar þjóðar? Nú snýr spurningin að ykkur – en ekki að Bjarna Benediktssyni eða Sigmundi Davíð. Er eitthvað ykkur að marka? Er einhvern dug til ykkar að sækja? Eða látið þið yfir ykkur ganga að vera blekktir – og að hjálpa til þess að blekkja aðra? Er höfuðið fast í steininum, eins og Vígdís myndi orða það!?! Bara gumpurinn upp úr?
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun