Þrír ættliðir unnu saman að bók og diski Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. apríl 2014 13:30 Hildigunnur Halldórsdóttir. "Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna,“ segir barnabarnið Hildigunnur Rúnarsdóttir um ömmu sína. Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Útgáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutning auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildigunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundarverki Hildigunnar skil en fjármagnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljómsveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildigunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundargreiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildigunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta framtak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minningarsjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldumeðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einnig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildigunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viðurkennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeðlima.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Halldórsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Útgáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutning auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildigunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundarverki Hildigunnar skil en fjármagnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljómsveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildigunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundargreiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildigunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta framtak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minningarsjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldumeðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einnig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildigunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viðurkennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeðlima.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið