Gyðingar og dragdrottningar í nýju videoverki Snorra Ásmundssonar 28. apríl 2014 11:00 Snorri segir ádeilu í verkinu, en segir þó gleðina ráða ríkjum. MYND/Spessi Á sumardaginn fyrsta fóru fram tökur á nýju vídeóverki Snorra Ásmundssonar, „Hatikva“. „Tökur tókust glimrandi vel en ég var með eintóma snillinga með mér í öllum hlutverkum. Ég fékk til dæmis Birgi Gíslason sem hefur áður verið með í gjörningi með mér og vin hans, Björgvin, til að leika rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri, en Birgir hefur starfað mikið með Snorra. „Svo kemur Auður Ómarsdóttir fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur leðurfrakka og með Davíðsstjörnuna um arminn,“ segir Snorri um verkið. Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísraels. „Ég syng dansútgáfu af laginu á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri. Marteinn Thorsson sá um myndatöku og tónlistina útsetti Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. „Ég er búinn að vera með þetta verk í maganum í tvö ár svo það varð spennufall þegar ég lauk því loksins í gær. Ég frumsýni verkið í lok maí í 21der Haus, nútímalistasafni Vínarborgar,“ segir Snorri jafnframt, en hann fékk styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verkinu. Enn hafa ekki verið ákveðnar sýningar á verkinu hér á landi. „Verkið hefur þegar vakið umtal og áhugi er víða og verður tónlistin meðal annars gefin út á vinýl í Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á þessu verki og geri mér grein fyrir að það á eftir að hreyfa við mörgum enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin ráði ríkjum.“ Eurovision Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta fóru fram tökur á nýju vídeóverki Snorra Ásmundssonar, „Hatikva“. „Tökur tókust glimrandi vel en ég var með eintóma snillinga með mér í öllum hlutverkum. Ég fékk til dæmis Birgi Gíslason sem hefur áður verið með í gjörningi með mér og vin hans, Björgvin, til að leika rétttrúnaðargyðinga,“ segir Snorri, en Birgir hefur starfað mikið með Snorra. „Svo kemur Auður Ómarsdóttir fram í gervi múslima og Rebekka Moran í gervi kúrekastelpu. Svo er Árni Grétar íklæddur leðurfrakka og með Davíðsstjörnuna um arminn,“ segir Snorri um verkið. Hatikva er nafn á þjóðsöng Ísraels. „Ég syng dansútgáfu af laginu á hebresku í gervi Dönu International sem vann Eurovision-keppnina 1998 fyrir hönd Ísraels,“ útskýrir Snorri. Marteinn Thorsson sá um myndatöku og tónlistina útsetti Árni Grétar, betur þekktur sem Futuregrapher. „Ég er búinn að vera með þetta verk í maganum í tvö ár svo það varð spennufall þegar ég lauk því loksins í gær. Ég frumsýni verkið í lok maí í 21der Haus, nútímalistasafni Vínarborgar,“ segir Snorri jafnframt, en hann fékk styrk úr Myndlistarsjóði fyrir verkinu. Enn hafa ekki verið ákveðnar sýningar á verkinu hér á landi. „Verkið hefur þegar vakið umtal og áhugi er víða og verður tónlistin meðal annars gefin út á vinýl í Belgíu. En ég tek fulla ábyrgð á þessu verki og geri mér grein fyrir að það á eftir að hreyfa við mörgum enda má sjá ádeilu í því þótt gleðin ráði ríkjum.“
Eurovision Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira