Guð verður að vera kona Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. apríl 2014 12:00 Óttar M. Norðfjörð: "Stóra afleiðingin af því að láta Jesú verða Maríu var nefnilega sú að Guð verður að vera kvenkyns líka.“ Fréttablaðið/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bókin heitir Jóhannesarguðspjall og er í grunninn gamla guðspjallið, nema Jesús er ekki lengur hetjan heldur María frá Magdala, betur þekkt sem María Magdalena. Guð er sömuleiðis kvenkyns og líka helmingur lærisveinanna, eða lærlinganna eins og þeir heita hjá mér,“ útskýrir Óttar M. Norðfjörð spurður um hvað nýjasta bók hans fjalli. Bókin kom út hjá Forlaginu í síðustu viku og er eingöngu fáanleg sem rafbók.Hvernig datt þér í hug að fara að endurskrifa guðspjall? „Þessi hugmynd kom eiginlega óvart til mín. Ég var bara á göngu á leið á bókasafnið að skrifa skáldsöguna sem ég er að vinna í núna og allt í einu fékk ég þessa hugdettu; hvað ef Jesús hefði verið kona? Hvaða áhrif hefði það haft á hinn vestræna heim í framhaldinu?“ Óttar fer þó ekkert út í þá pælingu í bókinni, heldur sig af trúfesti við texta guðspjallsins með þeirri breytingu að láta Maríu frá Magdala og Jesú Krist skipta um hlutverk, auk þess sem um helmingur lærisveinanna og guð sjálf hafa undirgengist kynleiðréttingu, eins og hann orðar það. „Ég er í raun bara að kynjafna söguna,“ segir hann. „Guðspjallið verður skemmtilega skrítið eftir breytingarnar því textinn er í senn kunnuglegur og framandi. Til dæmis þegar María gengur á vatni eða er pínd og krossfest og Jesús er sá sem stendur hágrátandi við krossinn. Sem dæmi get ég sagt þér hvernig frægasta setning guðspjallsins breytist við endurskrifin: „Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína til þess að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Stóra afleiðingin af því að láta Jesú verða Maríu var nefnilega sú að Guð verður að vera kvenkyns líka. Jesús er náttúrulega einhvers konar framlenging á Guði, holdgervingur hans á jörðu niðri, og þá gekk ekki að hafa þau af mismunandi kyni, fannst mér. Þannig að þótt guðspjallið sé í meginatriðum eins þá felst um leið í því róttæk breyting.“ Í lok bókarinnar er síðan stuttur eftirmáli eftir Óttar og þrjár hugleiðingar um bókina eftir þrjá presta, þau Bjarna Karlsson, Kristínu Þórunni Tómasdóttur og Árna Svan Daníelsson. Hvernig líst prestunum á þetta framtak? „Þau eru öll bara mjög ánægð,“ segir Óttar. „Upphaflega hafði ég samband við einn prest og bað um skoðun hennar á þessu verkefni. Henni fannst þetta mjög spennandi, kom með margar gagnlegar ábendingar og sendi mér stutta hugleiðingu um verkið. Í framhaldinu hafði ég samband við fleiri presta og bað þá að lesa verkið yfir og koma með stutta hugleiðingu um það. Á endanum valdi ég þessa þrjá sem ég hef heyrt predika og hrifist af, enda finnst mér þau vera prestar samtíðarinnar en ekki fortíðarinnar eins og sumir.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bókin heitir Jóhannesarguðspjall og er í grunninn gamla guðspjallið, nema Jesús er ekki lengur hetjan heldur María frá Magdala, betur þekkt sem María Magdalena. Guð er sömuleiðis kvenkyns og líka helmingur lærisveinanna, eða lærlinganna eins og þeir heita hjá mér,“ útskýrir Óttar M. Norðfjörð spurður um hvað nýjasta bók hans fjalli. Bókin kom út hjá Forlaginu í síðustu viku og er eingöngu fáanleg sem rafbók.Hvernig datt þér í hug að fara að endurskrifa guðspjall? „Þessi hugmynd kom eiginlega óvart til mín. Ég var bara á göngu á leið á bókasafnið að skrifa skáldsöguna sem ég er að vinna í núna og allt í einu fékk ég þessa hugdettu; hvað ef Jesús hefði verið kona? Hvaða áhrif hefði það haft á hinn vestræna heim í framhaldinu?“ Óttar fer þó ekkert út í þá pælingu í bókinni, heldur sig af trúfesti við texta guðspjallsins með þeirri breytingu að láta Maríu frá Magdala og Jesú Krist skipta um hlutverk, auk þess sem um helmingur lærisveinanna og guð sjálf hafa undirgengist kynleiðréttingu, eins og hann orðar það. „Ég er í raun bara að kynjafna söguna,“ segir hann. „Guðspjallið verður skemmtilega skrítið eftir breytingarnar því textinn er í senn kunnuglegur og framandi. Til dæmis þegar María gengur á vatni eða er pínd og krossfest og Jesús er sá sem stendur hágrátandi við krossinn. Sem dæmi get ég sagt þér hvernig frægasta setning guðspjallsins breytist við endurskrifin: „Því svo elskaði Guð heiminn að hún gaf einkadóttur sína til þess að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Stóra afleiðingin af því að láta Jesú verða Maríu var nefnilega sú að Guð verður að vera kvenkyns líka. Jesús er náttúrulega einhvers konar framlenging á Guði, holdgervingur hans á jörðu niðri, og þá gekk ekki að hafa þau af mismunandi kyni, fannst mér. Þannig að þótt guðspjallið sé í meginatriðum eins þá felst um leið í því róttæk breyting.“ Í lok bókarinnar er síðan stuttur eftirmáli eftir Óttar og þrjár hugleiðingar um bókina eftir þrjá presta, þau Bjarna Karlsson, Kristínu Þórunni Tómasdóttur og Árna Svan Daníelsson. Hvernig líst prestunum á þetta framtak? „Þau eru öll bara mjög ánægð,“ segir Óttar. „Upphaflega hafði ég samband við einn prest og bað um skoðun hennar á þessu verkefni. Henni fannst þetta mjög spennandi, kom með margar gagnlegar ábendingar og sendi mér stutta hugleiðingu um verkið. Í framhaldinu hafði ég samband við fleiri presta og bað þá að lesa verkið yfir og koma með stutta hugleiðingu um það. Á endanum valdi ég þessa þrjá sem ég hef heyrt predika og hrifist af, enda finnst mér þau vera prestar samtíðarinnar en ekki fortíðarinnar eins og sumir.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp