Hækkun frístundakortsins Eva H. Baldursdóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun