Fyrir almannahag Katrín Jakobsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Þegar þingi lauk skriðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar út í birtuna með stórar yfirlýsingar um fyrirætlanir sínar. Heilbrigðisráðherra mætti í fréttir korteri eftir að stjórnarmeirihlutinn samþykkti að dreifa 80 milljörðum af opinberu fé í skuldaleiðréttingar og tilkynnti að selja yrði ríkiseignir til að byggja nýjan Landspítala. Hann minntist ekki einu orði á að á sínum tíma hefði Síminn verið seldur úr almannaeign, meðal annars til að byggja nýjan spítala. Almenningur í landinu man hins vegar vel eftir því og spyr: Hversu oft á að selja nýjar og nýjar almannaeignir til að byggja sama spítalann? Næstur á svið var fjármálaráðherra sem viðraði áhuga sinn á því að selja hlut í Landsvirkjun; fyrirtæki sem í senn er gríðarmikilvægt fyrir þjóðarhag og mun líklega skila þjóðarbúinu talsverðum arði á næstu árum en heldur þar að auki utan um nýtingu sameiginlegra orkuauðlinda þjóðarinnar sem er mjög mikilvægt að lúti lýðræðislegri stjórn enda um hápólitískar ákvarðanir að ræða. Sem betur fer er að minnsta kosti einn ráðherra ósammála fjármálaráðherranum enda virðist hugmyndin fyrst og fremst sprottin úr pólitísku málsháttasafni Sjálfstæðisflokksins. Þó að ráðherrarnir tali eins og þeim hafi dottið eitthvað firnasnjallt og óvænt í hug er einkavæðing á almannaeigum ekki ný af nálinni og almenningur fékk að kynnast afleiðingunum af síðasta einkavæðingarflippi í hruninu. Einkavæðingin hefur þó ekki verið bundin við ríkið því ýmis sveitarfélög hafa gengið mjög langt í að einkavæða almannaeigur, oftast undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og mörgum er enn í fersku minni REI-ævintýrið sem snerist um einkavæðingu á hluta Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar allra annarra flokka en Vinstri-grænna virtust reiðubúnir að samþykkja. Ég treysti á það að íslenskur almenningur mótmæli kröftuglega frekari einkavæðingu almannaeigna á viðkvæmum tímum þar sem máli skiptir að verja sameignina og komast saman í gegnum eftirhreytur efnahagshrunsins. Einkavæðing dregur úr áhrifum almennings á grunnþjónustu, getur veikt stöðu ríkisins og eykur ójöfnuð. Því skiptir máli að hafa öfluga fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum sem standa vörð um það sem við eigum sameiginlega. Því skiptir miklu að fulltrúar Vinstri-grænna fái sem víðast brautargengi í kosningunum á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Þegar þingi lauk skriðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar út í birtuna með stórar yfirlýsingar um fyrirætlanir sínar. Heilbrigðisráðherra mætti í fréttir korteri eftir að stjórnarmeirihlutinn samþykkti að dreifa 80 milljörðum af opinberu fé í skuldaleiðréttingar og tilkynnti að selja yrði ríkiseignir til að byggja nýjan Landspítala. Hann minntist ekki einu orði á að á sínum tíma hefði Síminn verið seldur úr almannaeign, meðal annars til að byggja nýjan spítala. Almenningur í landinu man hins vegar vel eftir því og spyr: Hversu oft á að selja nýjar og nýjar almannaeignir til að byggja sama spítalann? Næstur á svið var fjármálaráðherra sem viðraði áhuga sinn á því að selja hlut í Landsvirkjun; fyrirtæki sem í senn er gríðarmikilvægt fyrir þjóðarhag og mun líklega skila þjóðarbúinu talsverðum arði á næstu árum en heldur þar að auki utan um nýtingu sameiginlegra orkuauðlinda þjóðarinnar sem er mjög mikilvægt að lúti lýðræðislegri stjórn enda um hápólitískar ákvarðanir að ræða. Sem betur fer er að minnsta kosti einn ráðherra ósammála fjármálaráðherranum enda virðist hugmyndin fyrst og fremst sprottin úr pólitísku málsháttasafni Sjálfstæðisflokksins. Þó að ráðherrarnir tali eins og þeim hafi dottið eitthvað firnasnjallt og óvænt í hug er einkavæðing á almannaeigum ekki ný af nálinni og almenningur fékk að kynnast afleiðingunum af síðasta einkavæðingarflippi í hruninu. Einkavæðingin hefur þó ekki verið bundin við ríkið því ýmis sveitarfélög hafa gengið mjög langt í að einkavæða almannaeigur, oftast undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og mörgum er enn í fersku minni REI-ævintýrið sem snerist um einkavæðingu á hluta Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar allra annarra flokka en Vinstri-grænna virtust reiðubúnir að samþykkja. Ég treysti á það að íslenskur almenningur mótmæli kröftuglega frekari einkavæðingu almannaeigna á viðkvæmum tímum þar sem máli skiptir að verja sameignina og komast saman í gegnum eftirhreytur efnahagshrunsins. Einkavæðing dregur úr áhrifum almennings á grunnþjónustu, getur veikt stöðu ríkisins og eykur ójöfnuð. Því skiptir máli að hafa öfluga fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum sem standa vörð um það sem við eigum sameiginlega. Því skiptir miklu að fulltrúar Vinstri-grænna fái sem víðast brautargengi í kosningunum á laugardaginn kemur.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar