Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Á morgun veljum við Reykvíkingar um hvernig samfélagi við viljum búa í. Stefna Vinstri grænna er að gera gott samfélag enn betra, með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi. Það þarf að útrýma fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar óháð efnahag foreldra þeirra. Það viljum við gera með því að afnema gjaldheimtu fyrir leikskóla, skólamáltíða og frístundaheimila og tryggja barnafjölskyldum með því auknar ráðstöfunartekjur. Við verðum að standa vörð um almannaþjónustuna og eigur almennings. Þannig er hægt að tryggja að borgin bjóði upp á fjölbreytta og góða þjónustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa en ekki einkaaðila og gróðasjónarmiða. Það er mikilvægt að standa með starfsfólki í almannaþjónustu, bæta kjör þess og aðstæður til starfsþróunar. Margir borgarbúar eiga í vandræðum með að finna sér öruggt og varanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og það er langt síðan húsnæðismál hafa verið jafn mikilvægt viðfangsefni í stjórnmálum. Borgarstjórn verður að leggja sitt af mörkum til að jafna aðstöðumun leigjenda og eigenda húsnæðis. Það viljum við gera með því að stuðla að uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða á félagslegum grunni með aðkomu borgarinnar. Auk þess þarf að mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta ógnin við það samfélag manna sem við þekkjum og við lítum á það sem skyldu borgarinnar að bregðast við. Í allri stefnumótun okkar og ákvarðanatöku á vettvangi borgarstjórnar munum við hafa ábyrgari lifnaðarhætti, minni neyslu og sóun, breytta samgönguhætti og ábyrgari auðlindanýtingu að leiðarljósi. Það verður að virða mannréttindi og frelsi allra borgarbúa. Það er óásættanlegt að hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á fordómum fái að hreiðra um sig í borgarstjórn. Allir borgarbúar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra án undantekninga. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn eru reiðubúin til að stíga róttæk og nauðsynleg skref til til að gera gott samfélag enn betra. Ef viljinn er fyrir hendi er betra samfélag raunhæft markmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Á morgun veljum við Reykvíkingar um hvernig samfélagi við viljum búa í. Stefna Vinstri grænna er að gera gott samfélag enn betra, með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi. Það þarf að útrýma fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar óháð efnahag foreldra þeirra. Það viljum við gera með því að afnema gjaldheimtu fyrir leikskóla, skólamáltíða og frístundaheimila og tryggja barnafjölskyldum með því auknar ráðstöfunartekjur. Við verðum að standa vörð um almannaþjónustuna og eigur almennings. Þannig er hægt að tryggja að borgin bjóði upp á fjölbreytta og góða þjónustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa en ekki einkaaðila og gróðasjónarmiða. Það er mikilvægt að standa með starfsfólki í almannaþjónustu, bæta kjör þess og aðstæður til starfsþróunar. Margir borgarbúar eiga í vandræðum með að finna sér öruggt og varanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og það er langt síðan húsnæðismál hafa verið jafn mikilvægt viðfangsefni í stjórnmálum. Borgarstjórn verður að leggja sitt af mörkum til að jafna aðstöðumun leigjenda og eigenda húsnæðis. Það viljum við gera með því að stuðla að uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða á félagslegum grunni með aðkomu borgarinnar. Auk þess þarf að mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta ógnin við það samfélag manna sem við þekkjum og við lítum á það sem skyldu borgarinnar að bregðast við. Í allri stefnumótun okkar og ákvarðanatöku á vettvangi borgarstjórnar munum við hafa ábyrgari lifnaðarhætti, minni neyslu og sóun, breytta samgönguhætti og ábyrgari auðlindanýtingu að leiðarljósi. Það verður að virða mannréttindi og frelsi allra borgarbúa. Það er óásættanlegt að hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á fordómum fái að hreiðra um sig í borgarstjórn. Allir borgarbúar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra án undantekninga. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn eru reiðubúin til að stíga róttæk og nauðsynleg skref til til að gera gott samfélag enn betra. Ef viljinn er fyrir hendi er betra samfélag raunhæft markmið.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun