Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2014 06:30 Michael Wiederer, til hægri, framkvæmdstjóri EHF lét ritarann svara. Fréttablaðið/Getty „Herra Wiederer vill ekki tjá sig um þetta núna – vinsamlegast hafðu samband við Alþjóðahandknattleikssambandið,“ var svar einkaritara Michaels Wiederer, framkvæmdastjóra Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af honum í gær vegna ákvörðunar IHF um að veita Þýskalandi keppnisrétt á HM 2015 í Katar. EHF sendi frá sér skjal eftir Evrópumótið í Danmörku í janúar þar sem það upplýsti að Ísland væri fyrsta varaþjóð álfunnar inn á HM ef ske kynni að einhver önnur þjóð drægi sig úr keppni. Svo fór að Ástralía fékk ekki keppnisrétt á HM í Katar og kemur Þýskaland í staðinn. Samkvæmt fréttatilkynningu IHF fékk Þýskaland sætið vegna þess að liðið varð í 5. sæti á HM 2013 á Spáni, en það hunsaði tilmæli evrópska sambandsins.Einkaritarinn svarar Fréttablaðið reyndi að fá svör við þessu hjá báðum samböndum í gær. Fyrst hafði blaðamaður samband við EHF og ræddi við Peter Sichelschmidt, starfsmann mótamála. Hann sagðist koma af fjöllum og fullyrti að evrópska sambandið hefði ekki fengið fregnir af þessu fyrr en klukkan fimm í fyrradag. „Við vorum búin að gefa það út að Ísland væri fyrsta varaþjóð, en EHF ræður þessu ekki. Samkvæmt okkur var Ísland næsta þjóð inn en IHF vinnur greinilega eftir öðrum viðmiðum,“ sagði hann. Nokkuð undarlegt í ljósi þess að Sichelschmidt á sæti í mótanefnd IHF og situr báðum megin við borðið. Seinna um daginn reyndi blaðamaður að hafa samband við framkvæmdastjórann Michael Widerer. Einkaritari hans setti blaðamann fyrst á bið, kom svo skömmu síðar aftur og spurði hver tilgangurinn með símtalinu væri. Eftir að henni var tjáð það tóku við aðrar tvær mínútur á bið. Þegar hún kom aftur var blaðamanni tjáð að hann fengi ekki samband við framkvæmdastjórann heldur ætti hann að hafa samband við IHF.Hassan Mustafa, forseti IHF, lengst til hægri ásamt Ulrich Strombach (til vinstri), fyrrverandi forseta þýska handknattleiksambandsins og Horst Köhler (í miðju), fyrrverandi forseta Þýskalands, á HM 2007 í Þýskalandi.Vísir/GettyReglunum breytt Í lögum IHF um heimsmeistaramót segir að dragi ein þjóð sig úr keppni eða fái hún ekki keppnisleyfi skuli varaþjóð koma inn á mótið frá álfu ríkjandi heimsmeistara. Það eru Spánverjar og morgunljóst samkvæmt þeirri reglu að Ísland á sætið. Svo virðist þó sem reglunum hafi verið breytt í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, fékk þau svör frá EHF að Alþjóðasambandið hefði á fundi í mars ákveðið að fyrsta varaþjóð á HM væri sú sem náði bestum árangri þeirra þjóða á HM 2013 sem ekki væru með öruggt sæti á HM í Katar. Það eru Þjóðverjar. „Ég get hvergi séð hvernig þeim hefur verið breytt og við þurfum skýrari svör. Hafi þetta verið gert löglega er lítið sem við getum aðhafst í málinu. Það er samt skrýtið að stjórn IHF geti bara valið lið inn á HM án þess að það séu reglur á bak við það. Þetta var mjög skýrt þegar EHF sendi út sinn lista,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ómögulegt var að fá samband við nokkurn mann eða konu hjá IHF í gær. Þeir sem höfðu setið fundinn í Króatíu þar sem ákvörðunin var tekin voru ekki komnir til vinnu aftur og þá svaraði hvorki mótastjórinn né fjölmiðlafulltrúi sambandsins ítrekuðum póstsendingum Fréttablaðsins. Viðkunnanleg stúlka á símanum sagði að það tæki 1-2 daga að fá svar við póstum sem sendir eru til IHF.Úr leik með ástralska landsliðinu á HM 2013.Vísir/AFPEnginn látinn vita Það sem forsvarsmenn HSÍ spyrja sig nú að er hvort þessi reglubreyting sem gerð var í vor sé lögleg. Ekkert sérsamband og ekki einu sinni Evrópska handknattleikssambandið var látið vita af ákvörðun IHF um að afhenda Þýskalandi sætið. Það sem gerðist í Eyjaálfu er, að Papúa Nýja-Gínea er hætt að stunda handbolta. Þar með eru aðeins sex þjóðir eftir þar sem stunda íþróttina og þá verður álfan ekki tæk á HM. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins er þetta eitthvað sem menn, bæði hjá EHF og IHF, vissu að gæti gerst. Þess vegna má hæglega draga þá ályktun að EHF hafi opinberað ákvörðun sína um þrjár varaþjóðir álfunnar á HM, eitthvað sem annars sjaldan er gert. Að sama skapi fengju forráðamenn IHF gullið tækifæri til að koma stærstu handboltaþjóð heims inn á HM, en sjónvarpstekjurnar eru hvað mestar frá Þjóðverjum. Nú vilja menn sjá pappíra og fundargerðir frá þessum ákvörðunarfundi í vor því ekkert var gefið út eftir hann. Svo virðist sem menn hafi einfaldlega verið að baktryggja sig eftir að Þýskaland dróst á móti Póllandi í umspilinu, en þar var ljóst að Þjóðverjar væru alls ekkert líklegir.Guðmundur B. Ólafsson ásamt Aroni Kristjánssyni og Gunnari Magnússyni.Vísir/StefánFyrsta svar í dag Guðmundur B. Ólafsson býst við fyrsta svari EHF strax í dag, en HSÍ gerir kröfu um skýrslu frá báðum samböndum um hvernig staðið var að málum. Þeir sem sátu fundinn í fyrradag hjá IHF voru forsetinn, varaforsetinn, gjaldkerinn og forseti franska handknattleikssambandsins, þannig það er ansi þröngur hringur sem kemur að þessari stóru ákvörðun. Ekkert er þó vitað hverjir sátu fundinn í vor, ef hann fór fram? Ekkert var tilkynnt um hann og niðurstaðan aldrei birt. Regluverkið er óbreytt á vefsíðu IHF, en samkvæmt því á Ísland rétt á þessu lausa sæti. Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
„Herra Wiederer vill ekki tjá sig um þetta núna – vinsamlegast hafðu samband við Alþjóðahandknattleikssambandið,“ var svar einkaritara Michaels Wiederer, framkvæmdastjóra Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af honum í gær vegna ákvörðunar IHF um að veita Þýskalandi keppnisrétt á HM 2015 í Katar. EHF sendi frá sér skjal eftir Evrópumótið í Danmörku í janúar þar sem það upplýsti að Ísland væri fyrsta varaþjóð álfunnar inn á HM ef ske kynni að einhver önnur þjóð drægi sig úr keppni. Svo fór að Ástralía fékk ekki keppnisrétt á HM í Katar og kemur Þýskaland í staðinn. Samkvæmt fréttatilkynningu IHF fékk Þýskaland sætið vegna þess að liðið varð í 5. sæti á HM 2013 á Spáni, en það hunsaði tilmæli evrópska sambandsins.Einkaritarinn svarar Fréttablaðið reyndi að fá svör við þessu hjá báðum samböndum í gær. Fyrst hafði blaðamaður samband við EHF og ræddi við Peter Sichelschmidt, starfsmann mótamála. Hann sagðist koma af fjöllum og fullyrti að evrópska sambandið hefði ekki fengið fregnir af þessu fyrr en klukkan fimm í fyrradag. „Við vorum búin að gefa það út að Ísland væri fyrsta varaþjóð, en EHF ræður þessu ekki. Samkvæmt okkur var Ísland næsta þjóð inn en IHF vinnur greinilega eftir öðrum viðmiðum,“ sagði hann. Nokkuð undarlegt í ljósi þess að Sichelschmidt á sæti í mótanefnd IHF og situr báðum megin við borðið. Seinna um daginn reyndi blaðamaður að hafa samband við framkvæmdastjórann Michael Widerer. Einkaritari hans setti blaðamann fyrst á bið, kom svo skömmu síðar aftur og spurði hver tilgangurinn með símtalinu væri. Eftir að henni var tjáð það tóku við aðrar tvær mínútur á bið. Þegar hún kom aftur var blaðamanni tjáð að hann fengi ekki samband við framkvæmdastjórann heldur ætti hann að hafa samband við IHF.Hassan Mustafa, forseti IHF, lengst til hægri ásamt Ulrich Strombach (til vinstri), fyrrverandi forseta þýska handknattleiksambandsins og Horst Köhler (í miðju), fyrrverandi forseta Þýskalands, á HM 2007 í Þýskalandi.Vísir/GettyReglunum breytt Í lögum IHF um heimsmeistaramót segir að dragi ein þjóð sig úr keppni eða fái hún ekki keppnisleyfi skuli varaþjóð koma inn á mótið frá álfu ríkjandi heimsmeistara. Það eru Spánverjar og morgunljóst samkvæmt þeirri reglu að Ísland á sætið. Svo virðist þó sem reglunum hafi verið breytt í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, fékk þau svör frá EHF að Alþjóðasambandið hefði á fundi í mars ákveðið að fyrsta varaþjóð á HM væri sú sem náði bestum árangri þeirra þjóða á HM 2013 sem ekki væru með öruggt sæti á HM í Katar. Það eru Þjóðverjar. „Ég get hvergi séð hvernig þeim hefur verið breytt og við þurfum skýrari svör. Hafi þetta verið gert löglega er lítið sem við getum aðhafst í málinu. Það er samt skrýtið að stjórn IHF geti bara valið lið inn á HM án þess að það séu reglur á bak við það. Þetta var mjög skýrt þegar EHF sendi út sinn lista,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ómögulegt var að fá samband við nokkurn mann eða konu hjá IHF í gær. Þeir sem höfðu setið fundinn í Króatíu þar sem ákvörðunin var tekin voru ekki komnir til vinnu aftur og þá svaraði hvorki mótastjórinn né fjölmiðlafulltrúi sambandsins ítrekuðum póstsendingum Fréttablaðsins. Viðkunnanleg stúlka á símanum sagði að það tæki 1-2 daga að fá svar við póstum sem sendir eru til IHF.Úr leik með ástralska landsliðinu á HM 2013.Vísir/AFPEnginn látinn vita Það sem forsvarsmenn HSÍ spyrja sig nú að er hvort þessi reglubreyting sem gerð var í vor sé lögleg. Ekkert sérsamband og ekki einu sinni Evrópska handknattleikssambandið var látið vita af ákvörðun IHF um að afhenda Þýskalandi sætið. Það sem gerðist í Eyjaálfu er, að Papúa Nýja-Gínea er hætt að stunda handbolta. Þar með eru aðeins sex þjóðir eftir þar sem stunda íþróttina og þá verður álfan ekki tæk á HM. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins er þetta eitthvað sem menn, bæði hjá EHF og IHF, vissu að gæti gerst. Þess vegna má hæglega draga þá ályktun að EHF hafi opinberað ákvörðun sína um þrjár varaþjóðir álfunnar á HM, eitthvað sem annars sjaldan er gert. Að sama skapi fengju forráðamenn IHF gullið tækifæri til að koma stærstu handboltaþjóð heims inn á HM, en sjónvarpstekjurnar eru hvað mestar frá Þjóðverjum. Nú vilja menn sjá pappíra og fundargerðir frá þessum ákvörðunarfundi í vor því ekkert var gefið út eftir hann. Svo virðist sem menn hafi einfaldlega verið að baktryggja sig eftir að Þýskaland dróst á móti Póllandi í umspilinu, en þar var ljóst að Þjóðverjar væru alls ekkert líklegir.Guðmundur B. Ólafsson ásamt Aroni Kristjánssyni og Gunnari Magnússyni.Vísir/StefánFyrsta svar í dag Guðmundur B. Ólafsson býst við fyrsta svari EHF strax í dag, en HSÍ gerir kröfu um skýrslu frá báðum samböndum um hvernig staðið var að málum. Þeir sem sátu fundinn í fyrradag hjá IHF voru forsetinn, varaforsetinn, gjaldkerinn og forseti franska handknattleikssambandsins, þannig það er ansi þröngur hringur sem kemur að þessari stóru ákvörðun. Ekkert er þó vitað hverjir sátu fundinn í vor, ef hann fór fram? Ekkert var tilkynnt um hann og niðurstaðan aldrei birt. Regluverkið er óbreytt á vefsíðu IHF, en samkvæmt því á Ísland rétt á þessu lausa sæti.
Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48