Trúin getur flutt fjöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 08:00 Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram gegn Motherwell með mögnuðu marki. Fréttablaðið/Daníel „Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
„Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira