Verða væntanlega með 40 þúsund öskrandi áhorfendur með sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2014 07:00 Ingvar Jónsson, í miðju, fagnar sigri á Motherwell ásamt félögum sínum í Stjörnuliðinu. Vísir/Daníel Stjarnan mætir pólska liðinu Lech Poznan í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið er ytra, á Inea Stadion, heimavelli Poznan sem tekur rúmlega 43.000 manns í sæti. Stjörnumenn hafa forystu, 1-0, eftir fyrri leikinn á Samsung-vellinum, en það var Daninn Rolf Toft sem tryggði Garðbæingum sigurinn með marki á 48. mínútu. Poznan-menn sóttu stíft í leiknum og settu mikla pressu á heimamenn, en Stjörnuvörnin hélt sjó og fyrir aftan hana átti Ingvar Jónsson frábæran leik.Fullir tilhlökkunar Ingvar segist vera bjartsýnn fyrir seinni leikinn, en hann var að snæða hádegisverð þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við erum allir fullir tilhlökkunar og mjög spenntir fyrir leiknum. Við vitum að þetta verður hrikalega erfitt, en það er allt hægt í fótbolta eins og sást í fyrri leiknum,“ sagði markvörðurinn sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Njarðvík, en hefur verið í herbúðum Stjörnunnar frá haustinu 2010. „Þeir verða væntanlega með 40.000 öskrandi áhorfendur með sér, þannig að þetta verður rosalegt,“ bætti Ingvar við, en stuðningsmenn Poznan eru meðal þeirra allra hörðustu í Póllandi og eru frægir fyrir sérstakt fagn, þar sem þeir snúa baki í völlinn, taka hver utan um annan og hoppa í takt.Vonandi stöndumst við pressuna Ingvar segir mikilvægt fyrir Stjörnumenn að fá ekki á sig mark snemma leiks í kvöld. „Það verður gríðarlega mikilvægt. Þeir munu setja mikla pressu á okkur, eins og þeir gerðu í fyrri leiknum. Við stóðumst hana þá og vonandi stöndumst við hana aftur. Þetta gekk ágætlega í fyrri leiknum og þeir kvörtuðu mikið yfir aðstæðum,“ sagði Ingvar og vísaði þar til umkvartana þjálfara Poznan, Mariusz Rumak, eftir fyrri leikinn í Garðabæ. Rumak var ekki ánægður með gervigrasið á Samsung-vellinum og talaði um að boltinn hefði ekki flotið vel á því. „Þeir eru eflaust betri að spila á nýslegnu og blautu grasi,“ bætti Ingvar við, en hann talaði einnig um að Stjörnumenn þyrftu að hafa góðar gætur á flinkum og fljótum leikmönnum pólska liðsins. Poznan hefur ekki byrjað vel í pólsku úrvalsdeildinni, en á sunnudaginn tapaði liðið fyrir Wisla Kraków á heimavelli með þremur mörkum gegn tveimur. Eftir þrjár umferðir situr Poznan í 9. sæti með fjögur stig, en Ingvar segir að fyrir vikið muni pólska liðið eflaust mæta enn ákveðnara til leiks: „Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi og hafa ekki farið of vel af stað í deildinni, en þeir mæta eflaust enn grimmari til leiks. Það var nóg að gera í fyrri leiknum og það verður örugglega enn meira að gera í kvöld.“Erum með eitraðar skyndisóknir Þrátt fyrir að Poznan-liðið sé gríðarlega sterkt og útivöllurinn sterkur hafa Stjörnumenn fulla trú á verkefninu að sögn Ingvars: „Við höfum allir trú á þessu. Maður vissi ekki alveg við hverju átti að búast fyrir fyrri leikinn, en eftir sigurinn hafa allir í félaginu trú á að við getum farið áfram,“ sagði markvörðurinn öflugi og bætti við: „Ef við náum að halda markinu hreinu í einhvern tíma gæti gripið um sig örvænting í þeirra liði. Við erum með eitraðar skyndisóknir og ef við náum að skora komumst við í góða stöðu. Og þótt þeir skori 1-2 mörk, þá erum við alltaf inni í leiknum, því eitt útivallarmark dugar okkur. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Miklar tekjur toppliðanna af þátttöku í Evrópukeppnum en sitthvað fer í ferðakostnað. 26. júlí 2014 07:00 Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Daníel Laxdal er leikmaður 13. umferðar hjá Fréttablaðinu, en hann átti stórleik í 2-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV. Stjarnan á í baráttu við FH á toppnum, auk þess sem liðið stendur í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Lech Poznan í þriðju umferð.. 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. 2. ágúst 2014 06:00 Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03 Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01 Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins. 25. júlí 2014 10:45 Trúin getur flutt fjöll Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum. 31. júlí 2014 08:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Stjarnan mætir pólska liðinu Lech Poznan í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið er ytra, á Inea Stadion, heimavelli Poznan sem tekur rúmlega 43.000 manns í sæti. Stjörnumenn hafa forystu, 1-0, eftir fyrri leikinn á Samsung-vellinum, en það var Daninn Rolf Toft sem tryggði Garðbæingum sigurinn með marki á 48. mínútu. Poznan-menn sóttu stíft í leiknum og settu mikla pressu á heimamenn, en Stjörnuvörnin hélt sjó og fyrir aftan hana átti Ingvar Jónsson frábæran leik.Fullir tilhlökkunar Ingvar segist vera bjartsýnn fyrir seinni leikinn, en hann var að snæða hádegisverð þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við erum allir fullir tilhlökkunar og mjög spenntir fyrir leiknum. Við vitum að þetta verður hrikalega erfitt, en það er allt hægt í fótbolta eins og sást í fyrri leiknum,“ sagði markvörðurinn sem hóf knattspyrnuferilinn hjá Njarðvík, en hefur verið í herbúðum Stjörnunnar frá haustinu 2010. „Þeir verða væntanlega með 40.000 öskrandi áhorfendur með sér, þannig að þetta verður rosalegt,“ bætti Ingvar við, en stuðningsmenn Poznan eru meðal þeirra allra hörðustu í Póllandi og eru frægir fyrir sérstakt fagn, þar sem þeir snúa baki í völlinn, taka hver utan um annan og hoppa í takt.Vonandi stöndumst við pressuna Ingvar segir mikilvægt fyrir Stjörnumenn að fá ekki á sig mark snemma leiks í kvöld. „Það verður gríðarlega mikilvægt. Þeir munu setja mikla pressu á okkur, eins og þeir gerðu í fyrri leiknum. Við stóðumst hana þá og vonandi stöndumst við hana aftur. Þetta gekk ágætlega í fyrri leiknum og þeir kvörtuðu mikið yfir aðstæðum,“ sagði Ingvar og vísaði þar til umkvartana þjálfara Poznan, Mariusz Rumak, eftir fyrri leikinn í Garðabæ. Rumak var ekki ánægður með gervigrasið á Samsung-vellinum og talaði um að boltinn hefði ekki flotið vel á því. „Þeir eru eflaust betri að spila á nýslegnu og blautu grasi,“ bætti Ingvar við, en hann talaði einnig um að Stjörnumenn þyrftu að hafa góðar gætur á flinkum og fljótum leikmönnum pólska liðsins. Poznan hefur ekki byrjað vel í pólsku úrvalsdeildinni, en á sunnudaginn tapaði liðið fyrir Wisla Kraków á heimavelli með þremur mörkum gegn tveimur. Eftir þrjár umferðir situr Poznan í 9. sæti með fjögur stig, en Ingvar segir að fyrir vikið muni pólska liðið eflaust mæta enn ákveðnara til leiks: „Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi og hafa ekki farið of vel af stað í deildinni, en þeir mæta eflaust enn grimmari til leiks. Það var nóg að gera í fyrri leiknum og það verður örugglega enn meira að gera í kvöld.“Erum með eitraðar skyndisóknir Þrátt fyrir að Poznan-liðið sé gríðarlega sterkt og útivöllurinn sterkur hafa Stjörnumenn fulla trú á verkefninu að sögn Ingvars: „Við höfum allir trú á þessu. Maður vissi ekki alveg við hverju átti að búast fyrir fyrri leikinn, en eftir sigurinn hafa allir í félaginu trú á að við getum farið áfram,“ sagði markvörðurinn öflugi og bætti við: „Ef við náum að halda markinu hreinu í einhvern tíma gæti gripið um sig örvænting í þeirra liði. Við erum með eitraðar skyndisóknir og ef við náum að skora komumst við í góða stöðu. Og þótt þeir skori 1-2 mörk, þá erum við alltaf inni í leiknum, því eitt útivallarmark dugar okkur.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Miklar tekjur toppliðanna af þátttöku í Evrópukeppnum en sitthvað fer í ferðakostnað. 26. júlí 2014 07:00 Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Daníel Laxdal er leikmaður 13. umferðar hjá Fréttablaðinu, en hann átti stórleik í 2-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV. Stjarnan á í baráttu við FH á toppnum, auk þess sem liðið stendur í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Lech Poznan í þriðju umferð.. 29. júlí 2014 08:00 Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. 2. ágúst 2014 06:00 Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03 Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01 Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins. 25. júlí 2014 10:45 Trúin getur flutt fjöll Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum. 31. júlí 2014 08:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Miklar tekjur toppliðanna af þátttöku í Evrópukeppnum en sitthvað fer í ferðakostnað. 26. júlí 2014 07:00
Náum vonandi góðum úrslitum í fyrri leiknum Daníel Laxdal er leikmaður 13. umferðar hjá Fréttablaðinu, en hann átti stórleik í 2-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV. Stjarnan á í baráttu við FH á toppnum, auk þess sem liðið stendur í ströngu í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Lech Poznan í þriðju umferð.. 29. júlí 2014 08:00
Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Ekkert íslenskt félag hefur byrjað eins vel í Evrópukeppni og lið Stjörnunnar. Stjarnan fylgdi eftir dramatískum endurkomusigri á skoska liðinu Motherwell með 1–0 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í fyrrakvöld. 2. ágúst 2014 06:00
Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03
Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30
Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01
Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39
Von er á einni bestu stuðningsmannsveit Evrópu Með sigri gegn Motherwell í gær komst Stjarnan í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en næsti mótherji er Lech Poznan. Stuðningsmenn liðsins eru gríðarlega ástríðufullir og verður gaman að sjá hversu margir mæta til landsins. 25. júlí 2014 10:45
Trúin getur flutt fjöll Stjarnan heldur Evrópuævintýri sínu áfram í kvöld þegar það mætir pólska liðinu Lech Poznan. Atli Jóhannsson segir Garðbæinga hafa engu að tapa, en sér þó veikleika á Poznan-liðinu sem má nýta. Stuðningsmenn beggja liða þykja frábærir og verður spennandi að sjá stemminguna á vellinum. 31. júlí 2014 08:00