Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 11:00 Systkinin Lana og Andy Wachowski ætla að hafa Reykjavík í stóru hlutverki í sinni fyrstu sjónvarpsseríu, Sense8. Vísir/Getty Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. Naveen Andrews og Daryl Hannah. Tengdar fréttir "Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00 Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. Naveen Andrews og Daryl Hannah.
Tengdar fréttir "Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00 Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
"Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00