Til byrði eða bóta? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „fjölskylduskatturinn“ og gerði að umtalsefni áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að jafna þrep virðisaukaskattsins; tvöfalda virðisaukaskattinn á matvælum úr sjö prósentum í fjórtán en lækka á móti almenna þrepið úr 25,5 prósentum í 24,5. Bjarkey segir að með slíkri breytingu væri ríkisstjórnin „enn og aftur að þyngja byrðar þeirra sem lægri tekjur hafa“. Bjarkey segir breytinguna munu koma verst við ungar og barnmargar fjölskyldur. Lækkunin á efra þrepinu muni snerta margar vörur sem lágtekjufólk neiti sér frekar um – þar á meðal „ýmsar lúxusvörur“. Hins vegar þurfi allir að borða og því muni breytingin bitna á þeim sem sízt skyldi. Þetta er hins vegar hæpin og í raun villandi framsetning á málinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að samræming virðisaukaskatts í einu þrepi myndi ekki hafa verulega meiri áhrif á hina tekjulægri en aðra. Neyzlukönnun Hagstofunnar sýni að nánast engan mun á vægi vara sem eru í lægsta þrepi virðisaukaskattsins í neyzlu lágtekjufólks og þeirra sem hafa hærri tekjur. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur í sjö prósenta skattþrepinu, en hlutfallið hjá þjóðinni í heild er 21,4 prósent. Jón Steinsson hagfræðingur fjallaði um þetta í grein í Fréttablaðinu í janúar, þegar hugmyndir fjármálaráðherra voru til umræðu, og benti á að lágur matarskattur væri óhagkvæm leið til að bæta hag þeirra sem verst væru settir. Það væri hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint í skattkerfinu. Ef nota ætti skattkerfið til að jafna tekjur ætti að gera það með hærri persónuafslætti, fremur en að reyna að lækka matarverð. Jón benti á að hátekjufólk notar fleiri krónur í mat og aðra vöru í lága þrepinu en lágtekjufólk og fær þess vegna fleiri krónur í skattaafslátt. Hátekjufólkið er líka miklu líklegra til að hafa efni á vörum sem teljast með réttu „lúxusvörur“, til dæmis gæsalifur eða kavíar, en eru samt í lága skattþrepinu. Jón Steinsson fjallaði líka um þá sem hafa svo lágar tekjur að þeir greiða enga skatta og njóta því ekki persónuafsláttar. Þeim þyrfti fremur að bæta hækkun matarverðs með stuðningi í gegnum bótakerfið. Á það hafa bæði AGS og OECD bent, og fjármálaráðherrann hefur rifjað þær ábendingar upp þegar hann hefur viðrað hugmyndir sínar um einföldun skattkerfisins. Svo má ekki gleyma því að Bjarni hefur sömuleiðis boðað afnám vörugjalda, sem er mikið hagsmunamál neytenda. Vörugjöldin leggjast ekki endilega á „lúxusvöru“ eins og stundum er haldið fram, að minnsta kosti verður ekki séð hver er lúxusinn við baðker og eldavélar eða af hverju útvarpstæki ber miklu hærra vörugjald en klósett. Það er full ástæða til að einfalda kerfi neyzluskatta og fækka undanþágum í því. Lykilspurning í þessu máli er hvort ætlunin er að auka tekjur ríkissjóðs og leggja þannig auknar byrðar á skattgreiðendur eða hvort hækkanir og lækkanir jafnast út. Ef rétt er á málinu haldið og gripið til nauðsynlegra mótvægisaðgerða verður skattkerfið einfaldara, gegnsærra og réttlátara og allir njóta góðs af, líka þeir tekjulágu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun