Að standa við stóru orðin Bryndís Schram skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun