Hvetja hvor aðra áfram Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 20:00 Bríet Ósk segir gaman að vera komin í samstarf með hressum konum í búðinni Unikat þar sem er að finna íslenska og erlenda hönnun. Vísir/Vilhelm Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira