Utan vallar: Lausnin fannst í Bern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2014 06:30 Gylfi átti frábæran leik gegn Tyrklandi. fréttablaðið/andri marinó „Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
„Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti