

Hiroshima og Nagasaki og nokkrar staðreyndir
Það er alkunna að í gegnum tíðina hefur verið reynt að gera ýmsar „söguskýringarnar“ eða réttara sagt pólitískar sögulegar afbakanir að „sögulegum staðreyndum“ – hagræða sannleikanum, sleppa ákveðnum staðreyndum og fela raunverulegan tilgang átaka eða aðgerða. Ég gæti nefnt mörg dæmi og ófá má sjá í sögubókum sem lesnar eru í skólum, eða í fjölmiðlum. Ein þeirra er að kjarnorkusprengjum hafi verið varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar í því skyni að binda enda á seinni heimsstyrjöldina með sem minnstum fórnarkostnaði þar eð innrás í landið hefði kostað hundruð þúsunda mannslífa, er fullyrt. Talið er að þarna hafi a.m.k. 200.000 fallið. Þessi staðhæfing er fjarri raunveruleikanum. Japönsk stjórnvöld voru reiðubúin til uppgjafar tæpum mánuði fyrr, í júlí, með ákveðnum skilmálum þó; nákvæmlega sömu skilmálum og fallist var á við uppgjöf þeirra 14. ágúst. Þetta er sögulega óvefengjanlegt.
Þegar leið að lokum styrjaldarinnar var Japan rjúkandi rúst; iðnaðarframleiðsla hafði nær stöðvast. Japan var innikróað – engin viðskipti voru við önnur lönd; um 90% kaupskipaflotans voru eyðilögð og hin 10% föst við bryggju í Japan. Einungis 10% sjóhersins voru enn nothæf. Í mars varpaði Bandaríkjaher napalmsprengjum á fjórar borgir, Tókýó, Osaka, Kobe og Nagoya. Í Tókýó féllu á einni nóttu 80.000 manns og 1 milljón varð heimilislaus – hver borgin á fætur annarri var nú sprengd í tætlur, þó voru fjórar borgir, þar á meðal Hiroshima og Nagaski, skildar eftir – í bili!
Höfnuðu skilmálunum
Því var það að Japansstjórn fór fram á það við Sovétríkin, sem stóðu enn utan við Kyrrahafsstríðið, að þau hefðu milligöngu um friðarviðræður við Bandaríkjastjórn. Stalín greindi Truman og Churchill frá þessu á fundi þeirra þriggja í Potsdam 17. júlí – raunar vissi Bandaríkjastjórn þegar af tillögunni 13. júlí, því leyniþjónustan hafði leyst dulmálslykil Japana. Eina skilyrðið sem Japansstjórn setti var um áframhaldandi fullveldi landsins og að Hirohito keisari héldi völdum. Truman og Churchill höfnuðu skilmálunum og kröfðust 26. júlí uppgjafar án nokkurra skilmála. Eftir að sprengjunum var varpað samþykkti Bandaríkjastjórn (14. ágúst) uppgjöf Japana með sömu skilyrðum og áður hafði verið hafnað.
Daginn áður en Stalín lagði fram tillögu Japana fékk Truman skeyti þar sem á stóð: „It‘s a boy!“ Enginn vissi í raun, hvort sprengjan myndi virka fyrr en „velheppnuð“ tilraun hafði verið gerð í New Mexico þann sama dag. Samstundis var flogið með tvær sprengjur í flotastöð við Kyrrahaf, tónninn gagnvart Sovétríkjunum gerbreyttist en ætlunin var að þau hæfu innrásina í Japan. Nú var allt klárt á síðustu stundu fyrir alvöru tilraun þar sem ekki hafði verið gerð loftárás!
Ekki lokabombur
Kjarnorkusprengingarnar á Japan voru ekki lokabombur síðari heimsstyrjaldarinnar, þær mörkuðu miklu fremur upphafsskot kalda stríðsins gegn Sovétríkjunum. Þær voru sprengdar í tilraunaskyni og til þess að sýna Sovétríkjunum og öðrum þjóðum að öflugt drápstæki hafði verið þróað og framleitt og eins að Bandaríkin hefðu fullan hug á að beita þessu vopni þegar þurfi þætti. Bandaríkjastjórn hófst þegar handa við að búa til lista yfir 20 mikilvægustu staðina í Sovétríkjunum til kjarnorkuárása. Kjarnorkuvopn hafa gegnt lykilhlutverki í hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart alþýðu í öllum heimshlutum síðustu ártugina – m.a. þjóðum sem hafa risið upp gegn hagsmunum fámennrar ráðastéttar í landinu.
Truman hótaði að beita kjarnorkuvopnum gegn Sovétríkjunum þegar árið 1946. Eisenhower endurtók leikinn gagnvart Kína og Sovétríkjunum í tímum Kóreustríðsins. Eftir sögulegan ósigur Frakka við Dien Bien Phu árið 1954 í frelsisstríði Víetnama velti Eisenhower því alvarlega fyrir sér að nota kjarnorkuvopn. Hann hótaði líka að beita þeim gegn Sovétríkjunum 1956 ef þau kæmu Egyptalandi til aðstoðar í kjölfar innrásar Breta, Frakka og Ísraels í landið – sama ógnun var viðhöfð í deilunni um stöðu Berlínar 1959. Kennedy hótaði að gera kjarnorkuárás á Kúbu 1962 ef sovéskar eldaflaugar yrðu ekki fluttar brott af eyjunni. Í viðtali við tímaritið Time viðurkenndi Nixon að hafa íhugað að beita kjarnorkuvopnum m.a. árið 1969 gegn Norður-Víetnam, 1971 gegn Kína og 1973 gegn Sovétríkjunum í stríði Egypta og Ísraels.
Bandaríkjastjórn vill ákveða hvaða þjóðir eru nógu fínar til þess að eiga kjarnorkuvopn og hverjar ekki. Ísrael sem þessa daga fremur fjöldamorð á saklausu fólki í Palestínu ræður yfir kjarnorkuvopnum, þótt stjórnvöld vilji ekki viðurkenna það – það finnst stjórnvöldum í Bandaríkjunum í góðu lagi.
Skoðun

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar