Rauðhærðu stelpurnar rokka Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2014 10:00 Sterkasta stelpa í heimi. Ágústa Eva segir þær Línu eiga ýmislegt sameiginlegt. Mynd/Grímur Bjarnason Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterkustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauðhærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistarmaður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og persónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjálsleg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sammála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýningarnar ganga fram á vor, eru þær stöllur tilbúnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterkustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauðhærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistarmaður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og persónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjálsleg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sammála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýningarnar ganga fram á vor, eru þær stöllur tilbúnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp