Dýrari bækur – aukinn lestur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. september 2014 12:00 Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi menn notað bækur fyrir brenni og skinnhandrit í skó. Ritað mál varð að víkja fyrir viljanum til að lifa af. Nú til dags vita allir sem koma nálægt bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum og bóksölu að lestur samfellds texta og almenn bókaeign þverr hægt og bítandi. Haldin eru málþing og umræður í fjölmiðlum um ástæðurnar og auðvitað eru þær margþættar. Einn þátturinn er hátt verð bóka sem stafar að hluta til af því að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða hærri og í milljónasamfélögum en markaður afar smár í því samhengi. Þess vegna blasir við ein leið til að ýta undir lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það mætti gera með því að lækka höfundarhlut í hverri seldri bók, lækka prentkostnað, eignarhlut útgefanda í hverri bók eða álagningu bóksalans og skyndibóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni. Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir sem reyndar keyra niður álagningu og heildsöluverð bóka. Augljósasta leiðin felst samt í að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. Ef til vill gæti það aukið menntun fólks, hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og hvað eina sem okkur er kynnt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi eða í þjóðlegum og bólgnum ræðum ráðherra fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa menningarafreks er virðisaukaskattur hækkaður og þar með verð hins ritaða máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu og ótal samfélagslegra atriða og þau kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig Færeyingum og Írum tekst að komast hjá virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera mikið leyndarmál. En það er enn lag. Samhliða endurskoðun á skattlagningu ritaðs máls væri ráð að hætta að tekjuskattsleggja fé sem veitt er sem viðurkenning í menningarstarfseminni. Það er aumt að sjá rithöfund taka við verðlaunum hver áramót hjá RÚV með annarri hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðjunginn með hinni, svo dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi menn notað bækur fyrir brenni og skinnhandrit í skó. Ritað mál varð að víkja fyrir viljanum til að lifa af. Nú til dags vita allir sem koma nálægt bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum og bóksölu að lestur samfellds texta og almenn bókaeign þverr hægt og bítandi. Haldin eru málþing og umræður í fjölmiðlum um ástæðurnar og auðvitað eru þær margþættar. Einn þátturinn er hátt verð bóka sem stafar að hluta til af því að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða hærri og í milljónasamfélögum en markaður afar smár í því samhengi. Þess vegna blasir við ein leið til að ýta undir lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það mætti gera með því að lækka höfundarhlut í hverri seldri bók, lækka prentkostnað, eignarhlut útgefanda í hverri bók eða álagningu bóksalans og skyndibóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni. Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir sem reyndar keyra niður álagningu og heildsöluverð bóka. Augljósasta leiðin felst samt í að lækka eða afnema virðisaukaskatt á bókum. Ef til vill gæti það aukið menntun fólks, hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og hvað eina sem okkur er kynnt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi eða í þjóðlegum og bólgnum ræðum ráðherra fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa menningarafreks er virðisaukaskattur hækkaður og þar með verð hins ritaða máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu og ótal samfélagslegra atriða og þau kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig Færeyingum og Írum tekst að komast hjá virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera mikið leyndarmál. En það er enn lag. Samhliða endurskoðun á skattlagningu ritaðs máls væri ráð að hætta að tekjuskattsleggja fé sem veitt er sem viðurkenning í menningarstarfseminni. Það er aumt að sjá rithöfund taka við verðlaunum hver áramót hjá RÚV með annarri hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðjunginn með hinni, svo dæmi séu nefnd.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun