Derringur í ráðamönnum Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. september 2014 07:00 Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar