Samkeppnisbættur mjólkuriðnaður Andrés Magnússon skrifar 1. október 2014 07:15 Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun