Illt er að eiga Framsókn að einkavin Björn B. Björnsson skrifar 3. október 2014 08:45 „Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
„Efla þarf Kvikmyndasjóð Íslands“ segir í ályktun flokksþings framsóknarmanna frá því fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Í kosningabaráttunni ítrekuðu núverandi ráðherrar flokksins í sjónvarpsauglýsingum þá stefnu flokksins að efla ætti Kvikmyndasjóð. Framlög til Kvikmyndasjóðs voru 1.020 milljónir árið 2013 þegar þessi ríkisstjórn tók við en á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að þau verði 724,7 milljónir. Það sér hvert mannsbarn að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ekki staðið við stefnu flokksins og þau fyrirheit sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar. Þvert á móti er Kvikmyndasjóður miklu verr settur eftir að þeir komust til valda. Að kippa teppinu með þessum hætti undan atvinnugrein í örum vexti er vond stjórnun samkvæmt þingsályktun sem Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir og fleiri fluttu árið 2010 en þar segir: „Augljóst má vera að fyrir þessa atvinnugrein eins og aðrar skiptir miklu að ekki ríki óvissa um fjármögnun.“ Í þessari þingsályktunartillögu þeirra er bent á hvernig þeir fjármunir sem varið er til kvikmynda laða að sér annað fjármagn bæði innlent og erlent svo ríkissjóður fær meira til baka í formi skatta en hann leggur greininni til. „Flutningsmenn telja mikilvægt að óvissu um fjármögnun Kvikmyndasjóðs verði eytt og horft til þess hversu mikilvægur kvikmyndaiðnaðurinn er þjóðinni sem tekjuöflun, í atvinnusköpun, fyrir menningu og þjóðtungu og sem auglýsing fyrir íslenska náttúru og ferðaþjónustu.“ Allt virðist þetta nú gleymt og grafið! Kvikmyndasjóður heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og þar á bæ virðist ríkja algert skilningsleysi á því hlutverki sem sjóðurinn gegnir í framgangi greinarinnar. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins segir: „Stefna skal að því að íslensk dagskrárgerð standi jafnfætis dagskrárgerð á Norðurlöndum.“ Þessu háleita markmiði virðist núverandi menntamálaráðherra ætla sér að ná með stórfelldum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs! Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður sem einnig urðu fyrir mikilli skerðingu þegar þessi ríkisstjórn tók við, hafa nú fengið aukin framlög (sem er gott) – en Kvikmyndasjóður situr eftir. Kvikmyndaframleiðsla á Íslandi á sem betur fer ekki marga óvini – enda engin þörf á því ef þetta eru vinirnir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun