Stuðmenn frá frumbernsku til efri ára Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 7. október 2014 13:00 Hljómsveit allra landsmanna. Saga Stuðmanna, elstu starfandi unglingahljómsveitar landsins, er rakin frá frumbernsku til efri ára í sjónvarpsheimildarmynd, sem handritshöfundarnir Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Jón Þór Hannesson framleiðandi hafa undanfarið unnið að. „Við höfum lagt töluverða vinnu í að grafa upp myndefni allt frá því Stuðmenn stigu fyrst á svið fyrir fjörutíu árum. Frá þeim tíma eru reyndar bara til ljósmyndir, sem við fengum bæði úr ljósmyndasöfnum í einkaeigu og á fjölmiðlum. Eftirleikurinn var auðveldari því hin síðari ár hafa Stuðmenn ekki stigið á svið án þess að vera ljósmyndaðir og filmaðir í bak og fyrir,“ segir Ágúst.Ágúst GuðmundssonMyndin er í tveimur þáttum, sá fyrri nefnist Fræi sáð í frjóan svörð og sá síðari Snyrtimennskan í fyrirrúmi, hvor um 50 mínútur að lengd. Kynni Ágústs af Stuðmönnum hófust 1982 þegar hann leikstýrði Með allt á hreinu og hefur hann bæði unnið og fylgst með sveitinni allar götur síðan. Við gerð Sögu Stuðmanna segist hann víða hafa leitað fanga, t.d. í smiðju RÚV og Stöðvar 2 þar sem hann fékk gamlar upptökur. „Sævar Guðmundsson hefur hafist handa við klippivinnuna. Samsetningin er tímafrek, en vonandi tekst okkur að ljúka við myndina í lok ársins,“ segir Ágúst og upplýsir að hún byggist að miklu leyti á viðtölum við liðsmenn sveitarinnar sem og dyggustu aðdáendur hennar. „Sumt um hljómsveit allra landsmanna hefur kannski ekki verið á allra vitorði,“ bætir hann íbygginn við. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Saga Stuðmanna, elstu starfandi unglingahljómsveitar landsins, er rakin frá frumbernsku til efri ára í sjónvarpsheimildarmynd, sem handritshöfundarnir Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Jón Þór Hannesson framleiðandi hafa undanfarið unnið að. „Við höfum lagt töluverða vinnu í að grafa upp myndefni allt frá því Stuðmenn stigu fyrst á svið fyrir fjörutíu árum. Frá þeim tíma eru reyndar bara til ljósmyndir, sem við fengum bæði úr ljósmyndasöfnum í einkaeigu og á fjölmiðlum. Eftirleikurinn var auðveldari því hin síðari ár hafa Stuðmenn ekki stigið á svið án þess að vera ljósmyndaðir og filmaðir í bak og fyrir,“ segir Ágúst.Ágúst GuðmundssonMyndin er í tveimur þáttum, sá fyrri nefnist Fræi sáð í frjóan svörð og sá síðari Snyrtimennskan í fyrirrúmi, hvor um 50 mínútur að lengd. Kynni Ágústs af Stuðmönnum hófust 1982 þegar hann leikstýrði Með allt á hreinu og hefur hann bæði unnið og fylgst með sveitinni allar götur síðan. Við gerð Sögu Stuðmanna segist hann víða hafa leitað fanga, t.d. í smiðju RÚV og Stöðvar 2 þar sem hann fékk gamlar upptökur. „Sævar Guðmundsson hefur hafist handa við klippivinnuna. Samsetningin er tímafrek, en vonandi tekst okkur að ljúka við myndina í lok ársins,“ segir Ágúst og upplýsir að hún byggist að miklu leyti á viðtölum við liðsmenn sveitarinnar sem og dyggustu aðdáendur hennar. „Sumt um hljómsveit allra landsmanna hefur kannski ekki verið á allra vitorði,“ bætir hann íbygginn við.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira