Beiðni til ríkisstjórnarinnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Á vordögum samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða. Ályktunin er mjög til fyrirmyndar og verði henni fylgt eftir í stórum dráttum af ríkisstjórn gæti það leitt til ýmissa góðra hluta á alþjóðlegu taugavísindasviði. Í ályktuninni er kveðið á um fjögur meginatriði. Eitt þeirra og það sem ég vildi gera að áhersluatriði hér er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu.“ Á dögunum fóru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði til eins af Norðurlöndunum. Þau fóru til taugakerfisins. Nóbelsverðlaunahafarnir uppgötvuðu frumur sem mynda staðsetningarhæfni heilans. Þessi merkilega uppgötvun gæti orðið grunnurinn að stórauknum skilningi á virkni miðtaugakerfisins ef vel er hlúð að. Nú standa fyrir dyrum fundir íslenskra ráðherra með kollegum sínum á öðrum Norðurlöndum. Í tilefni Nóbelsverðlaunanna vil ég leyfa mér að beina þeirri ósk til þeirra ráðherra sem fundina sækja að nota tækifærið og hvetja samráðherra sína á Norðurlöndum til að standa saman um að þau leggi fram tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum þess efnis að „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerður að einu þróunarmarkmiðanna sem Sameinuðu þjóðirnar setja á næsta ári. Með því uppfylla íslensku ráðherrarnir það ákvæði í þingsályktuninni sem að framan greinir og styðja við taugavísindi á Norðurlöndum og í allri veröldinni. Alþjóðlegt taugavísindasvið þarf mjög á pólitískri aðstoð að halda.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun