Rétturinn til að auðkenna sig Toshiki Toma skrifar 15. október 2014 07:00 Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Sérhver maður sem býr á Íslandi eða dvelur hér á ákveðnu tímabili vegna vinnu sinnar eða náms hefur rétt til þess að auðkenna sig. Og raunar er það svo að um þessi réttindi er fjallað í íslenskum stjórnsýslulögum, þar sem þau eru nefnd kennitala. Ef um ferðamenn er að ræða, geta þeir vísað til vegabréfs síns eða ökuskírteinis ef þeir þurfa að auðkenna sig af einhverri ástæðu. Auðkenningin snýst um mannréttindi, er grundvallaratriði og ómissandi í athöfnum daglegs lífs.Utan kerfisins En þetta eru ekki sjálfssögð réttindi eins og fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hérlendis, eða svokallaðir „hælisleitendur“, veit svo vel. Auðvitað fær fólk á flótta kennitölu. Það er utan kerfisins á Íslandi. Þegar slík manneskja er svo heppin að öðlast dvalarleyfi hérlendis til bráðabirgða og vinnu fær hún fyrst gefna út kennitölu, sem samt er bara til bráðabirgða. Reglugerð um útlendingalög kveður á að „Umsækjandi (um hæli) skal afhenda með umsókninni vegabréf eða önnur ferðaskilríki sem hann hefur í fórum sínum“ (88 gr. 1. mgr.) en: „Umsækjandi um hæli […] skal eins fljótt og verða má eftir komu til landsins, fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ (92 gr. 1. mgr.) Það er hins vegar ekki alltaf farið eftir hinu síðarnefnda. Staðreyndin er sú að fólk á flótta verður að afhenda Útlendingastofnun skjöl sem það hefur með sér, en fær ekkert skírteini um hæli. Næstum enginn sem dvelur í Fit hosteli hefur skírteini sem auðkennir hann, þó að viðkomandi hafi verið hérlendis hálft ár eða jafnvel lengur. Þetta getur skapað margvísleg vandræði, jafnt stór sem smá. Það getur verið vesen að fara inn á skemmtistað ef maður getur ekki framvísað skírteini. Einnig er mér minnisstætt þegar strákur frá Afríku lenti í bílslysi og kalla þurfti á sjúkrabíl. Þá kom í ljós að enginn gat staðfest hver hann var eða hvar hann bjó. Sem betur fer var slysið ekki alvarlegt en það gæti gerst í dag eða á morgun. Hver á að bera ábyrgð á slíku tilfelli? Auðkennisleysi fólks á flótta er ekkert nýtt mál. Við áhugafólk um flóttafólk höfum margsinnis bent Útlendingastofnun á vandamálið og krafist útbóta. Það tók ár þar til allir fengu skírteini. Við vorum ánægð í bili en núna, nokkrum árum seinna hef ég tekið eftir að flest flóttafólk sem ég þekki hefur ekki fengið skírteini aftur. Hvað er svona erfitt við að það gefa út auðkennisskírteini fyrir fólk á flótta á Íslandi sem staðfestir hvert það er (a.m.k. segist vera)? Eða eru réttindi fólks á flótta svo ómerkileg að það megi ekki einu sinni auðkenna sig sem manneskju, sem sjálfa sig. Ég óska þess að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái auðkennisskíreini fljótt og vel eins og reglugerðin kveður á um.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun