Vaknaðu það er kominn nýr dagur! Eva Magnúsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvítbók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Illuga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ungmenna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskólanema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mosfellsbæ og vildi með þessari grein m.a. þakka ráðherra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundurinn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráðherrans til helstu forystumanna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þróuninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja baklandið sitt.Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðjungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar framtíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innritast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafnframt sker Ísland sig úr varðandi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD-löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting framhaldsskólans haft á þetta áhrif.Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verkefni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekjumöguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skólasamfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar