Stígum varlega til jarðar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 23. október 2014 07:00 Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á stuttu tímabili hefur álag á mörg útivistarsvæði margfaldast. Kemur þar til aukinn áhugi okkar á útivist og umferð margra meðal næstum einnar milljónar ferðamanna. Afleiðingar of mikils álags blasa því miður víða við. Reykjadalur inn af Hveragerði er á náttúruminjaskrá. Þar er snoturt fjalllendi, gróður vöxtulegur og áhugavert hverasvæði, náttúruleg baðlaug, hestastígur og þaulsetin gönguleið inn á eldvirkt svæði. Dalurinn og nágrenni er gott dæmi um land sem fer illa vegna álags og minnir á að nú er víða hafið kapphlaup við eyðileggingu sem er til komin af of seinni uppbyggingu stíga og annarrar aðstöðu ferðafólks; í snarhasti virðist lagt í framkvæmdir sem hefði átt að hefja mun fyrr. Samkvæmt lauslegri úttekt Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni eftir skoðunarferð um dalinn (12. okt. sl.) og langri myndasyrpu sem hann hefur léð mér er ástand þessa ferðasvæðis vont. Gróðurskemmdir, torfærur, ónýtar gönguslóðir og margt fleira blasir þar við. Við þessu hefur verið brugðist, m.a. með því að hefja gerð mjög breiðs stígs (vegar?) upp dalinn og einnig ofan frá niður í hann. Slóðinn er sýnilega unninn án nægrar fyrirhyggju og líklega hefur fagleg ráðgjöf verið takmörkuð. Vissulega er jákvætt að þarna er hafist handa en margt má af framkvæmdinni læra. Ég hef ekki í hyggju að gagnrýna vinnuna frekar eða fjalla sérstaklega um það sem þarna má ekki gera eða ætti að gera. Vil frekar benda á að víða um land eru að hefjast svipuð verkferli, annaðhvort undirbúningsvinna eða framkvæmdir, sem kalla á aukið fjármagn, vandaðan undirbúning, trausta fagþekkingu, nærgætni við umhverfið og fleira sem blasir við í jafn fjölbreyttu landslagi og hér er. Nú þegar verður að bregðast við og tryggja með fjáröflun og -veitingum, samráði og breyttum verkefnum stofnana og samtaka, einnig samvinnu þeirra, þannig að skipulag og mannvirkjagerð á göngu- og útivistarsvæðum utan þéttbýlis geti talist ásættanleg. Ef t.d. stígagerð í Þórsmörk er í góðu lagi, hvernig má búa um hnúta svo það sama megi segja um Reykjadal, Laugaveg göngufólks eða Leirhnjúk sem er í einkaeigu? Flýtir í þessum tilvikum er ekki í boði. Í dag standa Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa að ráðstefnu í Gunnarsholti um umhverfisáhrif vaxandi ferðamennsku. Hún er tímabær.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun