Hátíð þegar allir fimm koma saman Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 11:30 Secret Swing Society. Sveitin varð til þegar allir félagar hennar stunduðu tónlistarnám í Amsterdam. Mynd úr einkasafni Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontrabassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skipuð þeim Grími Helgasyni klarinettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysniauskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemning. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“ Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontrabassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skipuð þeim Grími Helgasyni klarinettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysniauskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemning. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira