Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Sigurjón Ernir Sturluson á hlaupum, nema hvað. Sigurjón Ernir Sturluson ofurhlaupari og afreksíþróttamaður segir samfélagið á kolrangri leið þegar kemur að heilsu fólks. Sigurjón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir hinar raunverulegu öfgar í heilsu vera hreyfingarleysi, að borða gjörunnin matvæli og sykur. Fjöldi fólks sé að rífa sig niður fyrir eitthvað sem í grunninn sé ekki þeim að kenna: „Þetta er ekki einstaklingunum að kenna, heldur samfélaginu sem heild. Það er fullt af fólki að rífa sig niður fyrir að vera ekki við góða heilsu og kenna sjálfu sér um. En ef þú myndir taka hvaða dýr sem er og setja það í umhverfið sem við höfum búið til sem samfélag, þá myndu þau öll enda á sama stað. Við eltum hjörðina. Það er í eðli okkar. Þetta mun ekki breytast fyrir alvöru fyrr en massinn fer að fara í aðra átt og samfélagsgerðin fer að breytast,“ segir Sigurjón. Hann var ein af ofurhlaupurunum sem komu við sögu í Laugaveginum, heimildarmynd um samnefnd hlaup sem frumsýnd var í október og má sjá að neðan. „Mörgum finnst það öfgar sem ég geri, en eru það ekki frekar öfgar að fólk upp til hópa sé á þannig matarræði og í kyrrsetu að öll líkamsstarfsemi sé komin úr skorðum? Það sorglega er að við erum með alla tækni og leiðir til að mæla hvað er að gerast í líkamanum og fá þá bara úr því skorið hvað er gott fyrir okkur að borða og hvað ekki. Núna þegar ég sit hérna hjá þér er ég í algerri ró í líkamanum og hausnum, bæði af því að ég reyndi verulega á líkamann áður en ég kom hingað og líka af því að líkami minn er í raun í hálfgerðu föstuástandi af því að ég borða mjög lítið að kolvetnum. Líkaminn er alltaf að leita að þessu ástandi þar sem hann nær að slaka á og byrja að gera við. Það er eiginlega ekki hægt ef blóðsykurinn er stöðugt á flakki og í ójafnvægi. Það besta sem fólk getur gert til að ná jafnvægi í líkamann og ná alvöru endurheimt er oft að huga að hreyfingu og matarræði, en ekki að slaka á uppi í sófa. Besta endurheimtin er gott blóðflæði og súrefnisflæði í líkamanum. Ekki að sitja eða liggja inni allan daginn.” Sigurjón segir það að vera í góðu formi líkamlega ekki fyrst og fremst snúast um að ná ákveðnum tíma í hlaupi eða sigra aðra, heldur að lifa innihaldsríku lífi og geta gefið meira af sér til fólks. „Hver er tilgangurinn við að vera í góðu formi? Fyrir mig er það að geta gefið af mér og gert allt það sem ég vil gera. Ég fór til dæmis með litlu stelpuna mína í 6-7 brekkur nýlega til að hún gæti rennt sér á snjóþotu. Ég dró hana upp og hún renndi sér niður. Í heildina voru þetta um 6 kílómetrar með 400 metra upphækkun samkvæmt úrinu mínu, en ég fann ekki fyrir þessu. Hún sagði líklega 10 sinnum við mig: „pabbi, þetta er besti dagur lífs míns“. Það er mikið af foreldrum sem gætu ekki gert þetta og fyrir mér ert þú þá að missa af miklu.“ Heilsu Sigurjóns hrakaði mikið þegar hann gerði tilraun til að borða samkvæmt ráðleggingum hins opinbera fyrir ekki svo löngu. Alla jafna borðar Sigurjón hreina fæðubeint frá náttúrunni, en gerði tveggja vikna tilraun þar sem hann lét ráðleggingar ríkisins ráða för fór heilsu hans verulega hrakandi mjög hratt. „Mér þykir alltaf skrýtið hvert ráðleggingar hins opinbera beinast. Fyrir jólin er fólki sagt að passa salt og of mikið kjöt, en enginn varar við machintosh-dósinni, smákökunum eða sykurbrúnuðu kartöflunum. Almennt er meira verið að vara fólk við mettaðri fitu og kjöti heldur en sælgæti, gjörunnum matvælum og skyndibita, sem er gjörsamlega galið. Þegar ég gerði þessa tilraun á sjálfum mér setti á mig sílesandi blóðsykursmæli til að sjá hvað væri í gangi og það var augljóst. Blóðsykurinn var í miklu ójafnvægi og ég var í raun aldrei í fastandi ástandi og þess vegna gat líkaminn ekki hvílst vel. Ég passaði mig að fara alveg eftir leiðbeiningunum og var að borða brauðið, hrísgrjónin, kartöflurnar, Cheerios og fleira. Ef þú ert að borða beint frá náttúrunni lítur það matarræði allt öðruvísi út. Ég er alls ekki að segja að það þurfi allir að borða eins og ég, en það er orðið mjög augljóst að þessar ráðleggingar eru verulega úreltar og eru ekki til þess fallnar að hámarka heilsu. Við erum hönnuð til að borða náttúrulega fæðu og það er alveg augljóst að forfeður okkar voru ekki að háma í sig kolvetni daginn út og inn.“ Í þættinum ræða Sölvi og Sigurjón um lífsstílssjúkdóma og tengsl þeirra við breytt matarræði á Vesturlöndum, þar sem fita var gerð að versta óvininum „Það er eitthvað rangt við þá hugmyndafræði að fitur séu óvinurinn. Ég hef ekki orðið veikur þannig að ég liggi í rúminu í fimm til sex ár og ég hef allan þann tíma verið með hátt kólesteról. Líkaminn framleiðir kólesteról og við höfum horft framhjá hlutverki þess í líkamsstarfseminni. Ég veit að ég er ekki læknir, en ég hef kafað ansi djúpt í þetta. Nú eru að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til þess að bólgumyndun og sykur séu vandamálið, en ekki hátt kólesteról.“ Sigurjón segir í þættinum frá því hvernig ástríða hans fyrir hreyfingu byrjaði strax þegar hann var barn. „Ég fann fljótt að hreyfing var mitt meðal. Þegar eitthvað bjátaði á vissi ég að mér myndi líða betur ef ég myndi hreyfa mig. Ég gerði þessa tengingu strax sem barn og notaði hreyfingu beinlínis til að slá á vanlíðan. Hvort sem það var körfuboltinn sem ég æfði eða önnur hreyfing. Ég ákvað strax á unga aldri að axla mikla ábyrgð og vildi bera ábyrgð á bæði mér og bróður mínum, segir Sigurjón, sem segir drifkraftinn í því sem hann geri fyrst og fremst vera löngun til að hjálpa öðru fólki. Með því að æfa sig í að leggja mikið á eigin herðar geti maður aðstoðað aðra. „Fólk leitar til þín ef það finnur að þú ert sterkur og ert að lifa það sem þú predikar. Mér finnst við oft á tíðum hafa gleymt því að hugsa um náungann og ekki síst fólkið sem byggði upp þetta land. Við erum hætt að leggja hluti á börn og unglinga sem hjálpa þeim að verða sterkir einstaklingar. Það getur auðvitað verið þunn lína hvenær farið er yfir strikið, en að mínu mati erum við farin að ala upp einstaklinga í dag sem kunna of lítið á lífið þegar þau eru orðin fullorðin. Börnum og unglingum líður ekki illa í öguðu umhverfi. Þvert á móti verða til alls konar vandamál ef það verður of mikið agaleysi. Það er engum hollt að lífið sé alltaf þægilegt og auðvelt. Við lifum í þeim heimi í dag að allt er ótrúlega þægilegt og við þurfum ekki lengur að hafa reglulega fyrir hlutunum. Það að þjást og líða illa er ekkert að fara drepa þig.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sigurjón og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Hlaup Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Sælgæti Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
„Þetta er ekki einstaklingunum að kenna, heldur samfélaginu sem heild. Það er fullt af fólki að rífa sig niður fyrir að vera ekki við góða heilsu og kenna sjálfu sér um. En ef þú myndir taka hvaða dýr sem er og setja það í umhverfið sem við höfum búið til sem samfélag, þá myndu þau öll enda á sama stað. Við eltum hjörðina. Það er í eðli okkar. Þetta mun ekki breytast fyrir alvöru fyrr en massinn fer að fara í aðra átt og samfélagsgerðin fer að breytast,“ segir Sigurjón. Hann var ein af ofurhlaupurunum sem komu við sögu í Laugaveginum, heimildarmynd um samnefnd hlaup sem frumsýnd var í október og má sjá að neðan. „Mörgum finnst það öfgar sem ég geri, en eru það ekki frekar öfgar að fólk upp til hópa sé á þannig matarræði og í kyrrsetu að öll líkamsstarfsemi sé komin úr skorðum? Það sorglega er að við erum með alla tækni og leiðir til að mæla hvað er að gerast í líkamanum og fá þá bara úr því skorið hvað er gott fyrir okkur að borða og hvað ekki. Núna þegar ég sit hérna hjá þér er ég í algerri ró í líkamanum og hausnum, bæði af því að ég reyndi verulega á líkamann áður en ég kom hingað og líka af því að líkami minn er í raun í hálfgerðu föstuástandi af því að ég borða mjög lítið að kolvetnum. Líkaminn er alltaf að leita að þessu ástandi þar sem hann nær að slaka á og byrja að gera við. Það er eiginlega ekki hægt ef blóðsykurinn er stöðugt á flakki og í ójafnvægi. Það besta sem fólk getur gert til að ná jafnvægi í líkamann og ná alvöru endurheimt er oft að huga að hreyfingu og matarræði, en ekki að slaka á uppi í sófa. Besta endurheimtin er gott blóðflæði og súrefnisflæði í líkamanum. Ekki að sitja eða liggja inni allan daginn.” Sigurjón segir það að vera í góðu formi líkamlega ekki fyrst og fremst snúast um að ná ákveðnum tíma í hlaupi eða sigra aðra, heldur að lifa innihaldsríku lífi og geta gefið meira af sér til fólks. „Hver er tilgangurinn við að vera í góðu formi? Fyrir mig er það að geta gefið af mér og gert allt það sem ég vil gera. Ég fór til dæmis með litlu stelpuna mína í 6-7 brekkur nýlega til að hún gæti rennt sér á snjóþotu. Ég dró hana upp og hún renndi sér niður. Í heildina voru þetta um 6 kílómetrar með 400 metra upphækkun samkvæmt úrinu mínu, en ég fann ekki fyrir þessu. Hún sagði líklega 10 sinnum við mig: „pabbi, þetta er besti dagur lífs míns“. Það er mikið af foreldrum sem gætu ekki gert þetta og fyrir mér ert þú þá að missa af miklu.“ Heilsu Sigurjóns hrakaði mikið þegar hann gerði tilraun til að borða samkvæmt ráðleggingum hins opinbera fyrir ekki svo löngu. Alla jafna borðar Sigurjón hreina fæðubeint frá náttúrunni, en gerði tveggja vikna tilraun þar sem hann lét ráðleggingar ríkisins ráða för fór heilsu hans verulega hrakandi mjög hratt. „Mér þykir alltaf skrýtið hvert ráðleggingar hins opinbera beinast. Fyrir jólin er fólki sagt að passa salt og of mikið kjöt, en enginn varar við machintosh-dósinni, smákökunum eða sykurbrúnuðu kartöflunum. Almennt er meira verið að vara fólk við mettaðri fitu og kjöti heldur en sælgæti, gjörunnum matvælum og skyndibita, sem er gjörsamlega galið. Þegar ég gerði þessa tilraun á sjálfum mér setti á mig sílesandi blóðsykursmæli til að sjá hvað væri í gangi og það var augljóst. Blóðsykurinn var í miklu ójafnvægi og ég var í raun aldrei í fastandi ástandi og þess vegna gat líkaminn ekki hvílst vel. Ég passaði mig að fara alveg eftir leiðbeiningunum og var að borða brauðið, hrísgrjónin, kartöflurnar, Cheerios og fleira. Ef þú ert að borða beint frá náttúrunni lítur það matarræði allt öðruvísi út. Ég er alls ekki að segja að það þurfi allir að borða eins og ég, en það er orðið mjög augljóst að þessar ráðleggingar eru verulega úreltar og eru ekki til þess fallnar að hámarka heilsu. Við erum hönnuð til að borða náttúrulega fæðu og það er alveg augljóst að forfeður okkar voru ekki að háma í sig kolvetni daginn út og inn.“ Í þættinum ræða Sölvi og Sigurjón um lífsstílssjúkdóma og tengsl þeirra við breytt matarræði á Vesturlöndum, þar sem fita var gerð að versta óvininum „Það er eitthvað rangt við þá hugmyndafræði að fitur séu óvinurinn. Ég hef ekki orðið veikur þannig að ég liggi í rúminu í fimm til sex ár og ég hef allan þann tíma verið með hátt kólesteról. Líkaminn framleiðir kólesteról og við höfum horft framhjá hlutverki þess í líkamsstarfseminni. Ég veit að ég er ekki læknir, en ég hef kafað ansi djúpt í þetta. Nú eru að koma fram fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til þess að bólgumyndun og sykur séu vandamálið, en ekki hátt kólesteról.“ Sigurjón segir í þættinum frá því hvernig ástríða hans fyrir hreyfingu byrjaði strax þegar hann var barn. „Ég fann fljótt að hreyfing var mitt meðal. Þegar eitthvað bjátaði á vissi ég að mér myndi líða betur ef ég myndi hreyfa mig. Ég gerði þessa tengingu strax sem barn og notaði hreyfingu beinlínis til að slá á vanlíðan. Hvort sem það var körfuboltinn sem ég æfði eða önnur hreyfing. Ég ákvað strax á unga aldri að axla mikla ábyrgð og vildi bera ábyrgð á bæði mér og bróður mínum, segir Sigurjón, sem segir drifkraftinn í því sem hann geri fyrst og fremst vera löngun til að hjálpa öðru fólki. Með því að æfa sig í að leggja mikið á eigin herðar geti maður aðstoðað aðra. „Fólk leitar til þín ef það finnur að þú ert sterkur og ert að lifa það sem þú predikar. Mér finnst við oft á tíðum hafa gleymt því að hugsa um náungann og ekki síst fólkið sem byggði upp þetta land. Við erum hætt að leggja hluti á börn og unglinga sem hjálpa þeim að verða sterkir einstaklingar. Það getur auðvitað verið þunn lína hvenær farið er yfir strikið, en að mínu mati erum við farin að ala upp einstaklinga í dag sem kunna of lítið á lífið þegar þau eru orðin fullorðin. Börnum og unglingum líður ekki illa í öguðu umhverfi. Þvert á móti verða til alls konar vandamál ef það verður of mikið agaleysi. Það er engum hollt að lífið sé alltaf þægilegt og auðvelt. Við lifum í þeim heimi í dag að allt er ótrúlega þægilegt og við þurfum ekki lengur að hafa reglulega fyrir hlutunum. Það að þjást og líða illa er ekkert að fara drepa þig.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Sigurjón og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Hlaup Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Sælgæti Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira