Uppeldisfélagið skipar ákveðinn sess hjá mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2014 06:00 Sigursæll. Heimir hefur átt mikinn þátt í velgengni FH síðustu árin og komið að öllum átta stóru titlunum sem félagið hefur hlotið. fréttablaðið/ernir Skammt er í að liðin í Pepsi-deild karla hefji undirbúning sinn fyrir næstu knattspyrnuvertíð. Liðin hafa verið að móta leikmannahópa sína og hefja öll æfingar í næsta mánuði. Heimir Guðjónsson hefur náð mögnuðum árangri á löngum ferli sínum hjá FH og skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við félagið þrátt fyrir að hafa verið orðaður við KR, uppeldisfélag sitt í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég lít bara svo á þetta að það þurfi ekki að laga eitthvað sem ekki er brotið,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið en hann er nú að fara að byrja sitt áttunda tímabil sem aðalþjálfari og sitt sextánda tímabil í röð sem FH-ingur eftir að hafa gengið til liðs við félagið fyrst fyrir tímabilið 2000-2001. Þá var liðið í B-deildinni en Heimir hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í öllum átta stóru titlunum sem félagið hefur unnið. „Þegar samningur minn rann út staldraði ég við og skoðaði mín mál, eins og eðlilegt er,“ segir Heimir. „En ég tók að lokum ákvörðun um að vera áfram í FH enda hefur mér liðið vel þar og gengið vel.“Þurfum að þjappa okkur saman FH lauk tímabilinu í öðru sæti deildarinnar eftir tap gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í eftirminnilegum og sögulegum úrslitaleik. „Ég ákvað að halda áfram þrátt fyrir að þetta hefði ekki endað eins og við hefðum viljað. Nú þurfum við að þjappa okkur saman og vera klárir í að berjast um titilinn að ári.“ Sjaldgæft er að þjálfarar endist jafn lengi í starfi í efstu deild og Heimir hefur gert en hann segir það ekki vandamál að halda sér á tánum í starfinu. „Það hefur verið auðvelt að finna áskoranir. Ég hef verið báðum megin við borðið – sem leikmaður og þjálfari – og tekið þátt í því að vinna titla, tapa þeim á síðustu metrunum, í miðjumoði og jafnvel í fallbaráttu. En þegar menn sjá árangur erfiðisins og hvað það er hrikalega gaman að enda sem sigurvegari er lítið mál að finna hvatningu.“ Hann segir að forráðamenn FH séu stórhuga fyrir framtíðina og það fari vel saman við sinn metnað. „Hér er verið að byggja upp fyrsta flokks aðstöðu og við stefnum að því, leynt og ljóst, að komast langt í Evrópukeppni. Við höfum séð að það eru fullar forsendur fyrir því, með árangri FH í fyrra og Stjörnunnar í ár. Það er alltaf gaman að taka þátt í slíkum verkefnum,“ segir hann. Heimir hefur verið reglulega orðaður við sitt gamla félag, KR, og í Vesturbænum hafa margir beðið eftir því að Heimir snúi aftur til að taka við þjálfun liðsins. „Auðvitað er það svo að uppeldisfélagið skipar ákveðinn sess hjá manni og maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. En ég hef verið FH-ingur lengi og verð áfram,“ segir Heimir að lokum.Mögnuð tölfræði Heimir Guðjónsson náði einstökum árangri í sumar þegar FH vann hundraðasta deildarleikinn undir hans stjórn. Því hefur enginn þjálfari náð með eitt lið í efstu deild á Íslandi. FH hefur unnið 101 af 154 leikjum sínum í úrvalsdeildinni síðan Heimir tók við og alls náð í 72 prósent stiga í boði. FH-liðið hefur unnið þrettán leiki eða fleiri á öllum sjö tímabilum Heimis með liðið en enginn annar þjálfari í sögu Íslandsmótsins hefur náð að stýra liði á sjö tímabilum með tíu sigra eða fleiri. Heimir bætti met sitt og Ásgeirs Elíassonar í sumar en Ásgeir náði sex tíu sigra tímabilum. Þegar kemur að þrettán sigra tímabilum hefur Heimir fjögurra sumra forystu á næstu menn sem eru Logi Ólafsson og Rúnar Kristinsson.Flest tíu sigra tímabil þjálfara í efstu deild: Heimir Guðjónsson 7 Ásgeir Elíasson 6 Bjarni Jóhannsson 5 Logi Ólafsson 5 Hörður Helgason 5 Willum Þór Þórsson 5 Guðjón Þórðarson 4 Ólafur Jóhannesson 4 Rúnar Kristinsson 4 Ólafur Kristjánsson 4 Ian Ross 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Skammt er í að liðin í Pepsi-deild karla hefji undirbúning sinn fyrir næstu knattspyrnuvertíð. Liðin hafa verið að móta leikmannahópa sína og hefja öll æfingar í næsta mánuði. Heimir Guðjónsson hefur náð mögnuðum árangri á löngum ferli sínum hjá FH og skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við félagið þrátt fyrir að hafa verið orðaður við KR, uppeldisfélag sitt í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég lít bara svo á þetta að það þurfi ekki að laga eitthvað sem ekki er brotið,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið en hann er nú að fara að byrja sitt áttunda tímabil sem aðalþjálfari og sitt sextánda tímabil í röð sem FH-ingur eftir að hafa gengið til liðs við félagið fyrst fyrir tímabilið 2000-2001. Þá var liðið í B-deildinni en Heimir hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í öllum átta stóru titlunum sem félagið hefur unnið. „Þegar samningur minn rann út staldraði ég við og skoðaði mín mál, eins og eðlilegt er,“ segir Heimir. „En ég tók að lokum ákvörðun um að vera áfram í FH enda hefur mér liðið vel þar og gengið vel.“Þurfum að þjappa okkur saman FH lauk tímabilinu í öðru sæti deildarinnar eftir tap gegn Stjörnunni í lokaumferðinni í eftirminnilegum og sögulegum úrslitaleik. „Ég ákvað að halda áfram þrátt fyrir að þetta hefði ekki endað eins og við hefðum viljað. Nú þurfum við að þjappa okkur saman og vera klárir í að berjast um titilinn að ári.“ Sjaldgæft er að þjálfarar endist jafn lengi í starfi í efstu deild og Heimir hefur gert en hann segir það ekki vandamál að halda sér á tánum í starfinu. „Það hefur verið auðvelt að finna áskoranir. Ég hef verið báðum megin við borðið – sem leikmaður og þjálfari – og tekið þátt í því að vinna titla, tapa þeim á síðustu metrunum, í miðjumoði og jafnvel í fallbaráttu. En þegar menn sjá árangur erfiðisins og hvað það er hrikalega gaman að enda sem sigurvegari er lítið mál að finna hvatningu.“ Hann segir að forráðamenn FH séu stórhuga fyrir framtíðina og það fari vel saman við sinn metnað. „Hér er verið að byggja upp fyrsta flokks aðstöðu og við stefnum að því, leynt og ljóst, að komast langt í Evrópukeppni. Við höfum séð að það eru fullar forsendur fyrir því, með árangri FH í fyrra og Stjörnunnar í ár. Það er alltaf gaman að taka þátt í slíkum verkefnum,“ segir hann. Heimir hefur verið reglulega orðaður við sitt gamla félag, KR, og í Vesturbænum hafa margir beðið eftir því að Heimir snúi aftur til að taka við þjálfun liðsins. „Auðvitað er það svo að uppeldisfélagið skipar ákveðinn sess hjá manni og maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. En ég hef verið FH-ingur lengi og verð áfram,“ segir Heimir að lokum.Mögnuð tölfræði Heimir Guðjónsson náði einstökum árangri í sumar þegar FH vann hundraðasta deildarleikinn undir hans stjórn. Því hefur enginn þjálfari náð með eitt lið í efstu deild á Íslandi. FH hefur unnið 101 af 154 leikjum sínum í úrvalsdeildinni síðan Heimir tók við og alls náð í 72 prósent stiga í boði. FH-liðið hefur unnið þrettán leiki eða fleiri á öllum sjö tímabilum Heimis með liðið en enginn annar þjálfari í sögu Íslandsmótsins hefur náð að stýra liði á sjö tímabilum með tíu sigra eða fleiri. Heimir bætti met sitt og Ásgeirs Elíassonar í sumar en Ásgeir náði sex tíu sigra tímabilum. Þegar kemur að þrettán sigra tímabilum hefur Heimir fjögurra sumra forystu á næstu menn sem eru Logi Ólafsson og Rúnar Kristinsson.Flest tíu sigra tímabil þjálfara í efstu deild: Heimir Guðjónsson 7 Ásgeir Elíasson 6 Bjarni Jóhannsson 5 Logi Ólafsson 5 Hörður Helgason 5 Willum Þór Þórsson 5 Guðjón Þórðarson 4 Ólafur Jóhannesson 4 Rúnar Kristinsson 4 Ólafur Kristjánsson 4 Ian Ross 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira