Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 06:30 Hér má sjá aldur leikmanna Íslands um helgina og svo á HM 1990. Sjá má myndina stærri með því að smella á hana. grafík/garðar Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. Gullkynslóðin hefur skilað íslensku þjóðinni fjölmörgum gleðistundum á síðasta áratug en það bólar aftur á móti lítið á kynslóðinni sem á að taka við. Leiðtogarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þurfa enn að draga vagninn yfir erfiðustu hjallana og liðið má ekki mikið við því þegar lykilmenn eins og Alexander Petersson, Arnór Atlason eða Ásgeir Örn Hallgrímsson eru ekki upp á sitt allra besta. Auðvitað saknaði liðið líka eins manns um helgina. Aron Pálmarsson er öflugasti leikmaður íslenska liðsins í dag og enn á besta aldri (24 ára) en hann hefur hins vegar glímt við meiðsli og er nú búinn að missa af fimm keppnisleikjum liðsins í röð. Flestir geta verið sammála þeirri fullyrðingu að íslenska liðið væri með fullt hús í riðlinum og að fara að keppa á HM í janúar ef Aron hefði spilað. Staðreyndirnar stinga hins vegar í augun. Meðalaldur íslenska liðsins í tapinu í Svartfjallalandi var 30,8 ár og vegið meðaltal marka liðsins voru heil 33 ár. 22 af 24 mörkum íslenska liðsins í Svartfjallalandi voru skoruð af mönnum sem eru komnir á fertugsaldurinn og fjórir markahæstu leikmenn liðsins eru 33 eða eldri. Ein allra frægustu kynslóðaskiptin í sögu íslenska handboltalandsliðsins voru eftir HM í Tékkóslóvakíu 1990 en það var síðasta mót liðsins undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þarna kvöddu goðsagnir eins og Alfreð Gíslason, Einar Þorvarðarson, Guðmundur Guðmundsson og Þorgils Óttar Matthiesen. Kristján Arason og Sigurður Valur Sveinsson töldu sig líka vera komna á endastöð en voru síðan „plataðir“ aftur af stað. Íslenska landsliðið hafði tvisvar náð sjötta sæti á stórmóti og unnið B-keppnina. Í liðinu voru yngri menn eins og Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Guðmundur Hrafnkelsson sem höfðu þegar öðlast reynslu og fóru fyrir liðinu á næstu árum á eftir. Staðreyndin er hins vegar sú að liðið sem tapaði í Bar um helgina er miklu eldra en liðið sem kvaddi Bogdan í mars 1990. Það munar meira en þremur árum á meðalaldri þessara liða – sjá fyrir ofan. Íslenska þjóðin getur verið þakklát fyrir að Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og fleiri eru enn tilbúnir að fórna sér fyrir landsliðið og hjálpa liðinu að brúa kynslóðabilið. Það að enginn yngri en 27 ára skyldi skora í leiknum gegn Svartfjallalandi bendir hins vegar til þess að það gæti verið langt í næstu „alvöru“ kynslóð í íslenska handboltalandsliðinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Björgvin breytti um lífsstíl „Þegar manni líður betur þá spilar maður betur.“ 3. nóvember 2014 11:30 Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag Guðjón Valur Sigurðsson segir Ísland hafa unnið Svartfjallaland hefði hann ekki klúðrað öllum þessum dauðafærum. 2. nóvember 2014 21:45 Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og töpuðu ekki með nema einu þó hann hefði viljað sjá sigur. 2. nóvember 2014 19:26 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. Gullkynslóðin hefur skilað íslensku þjóðinni fjölmörgum gleðistundum á síðasta áratug en það bólar aftur á móti lítið á kynslóðinni sem á að taka við. Leiðtogarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þurfa enn að draga vagninn yfir erfiðustu hjallana og liðið má ekki mikið við því þegar lykilmenn eins og Alexander Petersson, Arnór Atlason eða Ásgeir Örn Hallgrímsson eru ekki upp á sitt allra besta. Auðvitað saknaði liðið líka eins manns um helgina. Aron Pálmarsson er öflugasti leikmaður íslenska liðsins í dag og enn á besta aldri (24 ára) en hann hefur hins vegar glímt við meiðsli og er nú búinn að missa af fimm keppnisleikjum liðsins í röð. Flestir geta verið sammála þeirri fullyrðingu að íslenska liðið væri með fullt hús í riðlinum og að fara að keppa á HM í janúar ef Aron hefði spilað. Staðreyndirnar stinga hins vegar í augun. Meðalaldur íslenska liðsins í tapinu í Svartfjallalandi var 30,8 ár og vegið meðaltal marka liðsins voru heil 33 ár. 22 af 24 mörkum íslenska liðsins í Svartfjallalandi voru skoruð af mönnum sem eru komnir á fertugsaldurinn og fjórir markahæstu leikmenn liðsins eru 33 eða eldri. Ein allra frægustu kynslóðaskiptin í sögu íslenska handboltalandsliðsins voru eftir HM í Tékkóslóvakíu 1990 en það var síðasta mót liðsins undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þarna kvöddu goðsagnir eins og Alfreð Gíslason, Einar Þorvarðarson, Guðmundur Guðmundsson og Þorgils Óttar Matthiesen. Kristján Arason og Sigurður Valur Sveinsson töldu sig líka vera komna á endastöð en voru síðan „plataðir“ aftur af stað. Íslenska landsliðið hafði tvisvar náð sjötta sæti á stórmóti og unnið B-keppnina. Í liðinu voru yngri menn eins og Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Sigurðsson, Valdimar Grímsson og Guðmundur Hrafnkelsson sem höfðu þegar öðlast reynslu og fóru fyrir liðinu á næstu árum á eftir. Staðreyndin er hins vegar sú að liðið sem tapaði í Bar um helgina er miklu eldra en liðið sem kvaddi Bogdan í mars 1990. Það munar meira en þremur árum á meðalaldri þessara liða – sjá fyrir ofan. Íslenska þjóðin getur verið þakklát fyrir að Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og fleiri eru enn tilbúnir að fórna sér fyrir landsliðið og hjálpa liðinu að brúa kynslóðabilið. Það að enginn yngri en 27 ára skyldi skora í leiknum gegn Svartfjallalandi bendir hins vegar til þess að það gæti verið langt í næstu „alvöru“ kynslóð í íslenska handboltalandsliðinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Björgvin breytti um lífsstíl „Þegar manni líður betur þá spilar maður betur.“ 3. nóvember 2014 11:30 Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag Guðjón Valur Sigurðsson segir Ísland hafa unnið Svartfjallaland hefði hann ekki klúðrað öllum þessum dauðafærum. 2. nóvember 2014 21:45 Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og töpuðu ekki með nema einu þó hann hefði viljað sjá sigur. 2. nóvember 2014 19:26 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Guðjón Valur: Persónulegt áfall hvernig ég spilaði í dag Guðjón Valur Sigurðsson segir Ísland hafa unnið Svartfjallaland hefði hann ekki klúðrað öllum þessum dauðafærum. 2. nóvember 2014 21:45
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09
Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og töpuðu ekki með nema einu þó hann hefði viljað sjá sigur. 2. nóvember 2014 19:26