Hvunndagshetjur sem báru bala Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2014 15:00 Kristín Steinsdóttir „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði.“ Vísir/GVA „Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laugardalnum,“ segir Kristín Steinsdóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvottakvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúrlega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Kristín. Saga hennar, Vonarlandið, gerist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbbuðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerrur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatnsberarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dregur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristínar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvottalaugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakonurnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamennirnir og lyftu lóðum.“ Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ef einhvers staðar á að lesa upp úr þessari bók þá er það í Laugardalnum,“ segir Kristín Steinsdóttir um Vonarlandið sem hún verður með í farteskinu í Café Flóru á morgun klukkan 14. Þar ætlar hún að lesa upp, spjalla við gesti um líf og aðstæður þvottakvennanna sem bókin fjallar um og svara spurningum. Að dagskrá lokinni býður hún þeim sem áhuga hafa að fylgja sér að þvottalaugunum. „Það er náttúrlega lítið að sjá í snjónum en við skoðum staðhætti eftir því sem við verður komið,“ segir hún og bætir við að oft hafi snjór verið í dalnum þegar konurnar voru þar við iðju sína. „Laugarnar voru þvottastaður Reykvíkinga áratugum eða öldum saman. Þar var haldið áfram að þvo alveg fram á 1970, þá var komið hús sem konurnar gátu hitað sér kaffisopa í og sest niður og þar voru komnar þvottavélar á vegum borgarinnar,“ lýsir Kristín. Saga hennar, Vonarlandið, gerist hins vegar löngu fyrr, áður en Laugavegurinn var byggður upp árið 1886. „Mínar konur löbbuðu ekki um hlaðinn Laugaveg og höfðu hvorki hjólbörur, kerrur né annað slíkt. Þær gengu um misgreiðfæra stíga og báru allt á bakinu. Héldu upp Bakarastíginn sem nú er Bankastræti, fram hjá vatnspóstunum, þar sem vatnsberarnir voru teknir til starfa eldsnemma á morgnana, beygðu niður Skuggahverfið sem dregur nafn af bænum Skugga, fóru alveg niður að sjó og meðfram fjörunni yfir Rauðarárósinn. Leiðin lá þar sem Borgartúnið liggur og yfir Fúlalæk sem rann þar sem Kringlumýrarbraut er nú. Hann var viðsjárverður. Þar lét kona lífið þegar hún féll niður af snjóhengju.“ Við fylgjum konunum enn í huganum skáhallt yfir Teigana sem þá hét Kirkjumýri og var stórhættuleg með mógröfum og mýrarkeldum, að sögn Kristínar. Eftir þriggja kílómetra göngu voru þær komnar inn í laugar. „Svo var þvegið allan daginn hvernig sem viðraði og margt bar á góma en ekkert hús höfðu þær til að fara inn í með bitann sinn. Á kvöldin gengu þær sömu leið til baka með blautan þvottinn á bakinu,“ segir Kristín. „Þetta voru hvunndagshetjur og maður spyr sig núna, hvernig var þetta hægt?“ Byggingin sem er við þvottalaugarnar nú hýsti rafstöð að sögn Kristínar. „Húsið sem þvottakonurnar höfðu til afnota hefur verið rifið. Það var samkomustaður kraftlyftingamanna undir lokin og hét Jakaból. Eftir að konurnar höfðu verið þar að lyfta bölum í áratugi komu kraftlyftingamennirnir og lyftu lóðum.“
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira