Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Sóley Tómasdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitarfélaga með tilliti til útsvarsgreiðslna.Ha? Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaganna? Þessi skilgreining á frelsi og afskiptum er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfélagið séu kannaðar til hlítar.Hlutverk sveitarfélaga Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólögbundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögnum ákveðna grundvallarþjónustu í sameiningu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjármagnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendur beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu.Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verkefni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitarfélögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjármögnun eða framkvæmd einstakra verkefna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöngur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls.Annars konar samfélag Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarpið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélaganna í sameiningu og kynnir til leiks hugmyndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Frumvarp um afnám lágmarksútsvars hefur verið lagt fram á Alþingi enn eina ferðina. Markmiðið virðist vera að auka frelsi sveitarstjórna og takmarka óhófleg afskipti löggjafans. Afnáminu er ætlað að leiða til jákvæðrar samkeppni milli sveitarfélaga með tilliti til útsvarsgreiðslna.Ha? Hvernig geta það talist óhófleg afskipti að kveða á um lágmarksútsvar í lögum, þegar það telst eðlilegt að hafa ákvæði um hámarksútsvar? Og hvernig er hægt að fullyrða að ekki sé verið að leggja til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaganna? Þessi skilgreining á frelsi og afskiptum er þröng og tækifærissinnuð. Hún er kunnugleg og til þess eins gerð að þjóna markmiðum frjálshyggjunnar um lægri skatta án þess að afleiðingar fyrir samfélagið séu kannaðar til hlítar.Hlutverk sveitarfélaga Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eru margar og flóknar og felast m.a. í rekstri grunnskóla, félagslegs húsnæðis og sorphirðu. Ólögbundin verkefni eru síst færri en ekki síður mikilvæg. Verkefnin kosta peninga. Mest er fjármagnað með útsvarinu, sem byggir á samfélagssáttmála um að við fjármögnum ákveðna grundvallarþjónustu í sameiningu. Auðvitað ríkir ágreiningur um hversu stór hluti verkefnanna skuli fjármagnaður með útsvarinu, hvort þau skuli fjármögnuð að fullu eða hvort notendur beri að greiða hluta. Aldrei nokkurn tímann hefur þó verið stungið upp á annars konar tekjuöflun að fullu.Sveitarfélög eru ekki fyrirtæki Samkeppnissjónarmið frumvarpsins halda ekki, enda ekki um fyrirtæki að ræða heldur samfélög. Verkefni sveitarfélaganna eru ekki vara sem hægt er að bjóða á afslætti, ekki frekar en verkefni heimila eða fjölskyldna. Sveitarfélögin eru mynduð utan um þessi verkefni og íbúarnir fjármagna þau og framkvæma með lýðræðislegum aðferðum. Aftur tek ég fram að auðvitað er ágreiningur um fjármögnun eða framkvæmd einstakra verkefna, en ekki fyrirkomulagið í heild. Eigi sveitarfélög að keppa um eitthvað, þá er margt mikilvægara en útsvarið. Lífsgæði, menntun, frístundir, umhverfi, samgöngur og húsnæði og hvernig hægt sé að nýta fjármunina sem best í þágu samfélagsins alls.Annars konar samfélag Frumvarp um afnám lágmarksútsvars endurspeglar gerbreytta hugmyndafræði, þar sem gert er ráð fyrir möguleikanum á að ekkert útsvar verði innheimt. Frumvarpið boðar rof á þeirri sátt sem ríkt hefur um að íbúar fjármagni verkefni sveitarfélaganna í sameiningu og kynnir til leiks hugmyndafræði um sveitarfélög sem fyrirtæki sem bjóði varning á hagstæðum kjörum. Það væri mikil afturför og því óskandi að Alþingi hafni frumvarpinu.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun