Samkeppnishæf svínarækt? Ólafur Stephensen skrifar 19. desember 2014 07:00 Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, fer með beinar og vísvitandi rangfærslur um málflutning Félags atvinnurekenda í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann skrifar: „Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni?“ Útlegging Harðar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. FA hefur bent á að geti svínaræktin ekki keppt við innflutning sem nemur 10% af innanlandsneyzlu, á tollum sem nema 30-40% af innkaupsverði, ættu svínabændur að snúa sér að arðbærari iðju. Undirritaður sagði í fréttum RÚV 12. desember: „Svo held ég hins vegar að innlendir framleiðendur ættu alveg að geta keppt á grundvelli gæða og hreinleika. Neytendur eiga þá bara einfaldlega að eiga valið á milli innlends svínakjöts og þess erlenda og geta valið á milli þess bæði á grundvelli verðs og upplýsinga um framleiðsluhætti og hvernig er búið að dýrunum.“ Sambærileg ummæli féllu á Bylgjunni 10. desember. Auðvitað skiptir verðið ekki öllu máli þegar neytendur velja sér vöru. Einmitt þess vegna ættu íslenzkir svínabændur að geta mætt erlendri samkeppni. Þeir krefjast þess hins vegar af stjórnvöldum að lagðir séu ofurtollar á innflutning og andmæla þeirri rýmkun á innflutningsheimildum sem gripið hefur verið til undanfarin ár til að mæta skorti á svínakjöti. Í raun eru engin rök fyrir að stjórnvöld verndi svínaræktina. Röksemdir um að verið sé að vernda hefðbundinn búskap í harðbýlu landi eiga ekki við. Svín eru alin af fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri. Þeirri spurningu er hins vegar auðsvarað hvaða starfsemi yrði eftir á Íslandi ef undirrituðum yrði að ósk sinni. Það yrði öflug atvinnustarfsemi sem þyrfti ekki tolla eða ríkisstyrki til að standast alþjóðlega samkeppni. Það á við um flestar atvinnugreinar á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hörður Harðarson, formaður Félags svínabænda, fer með beinar og vísvitandi rangfærslur um málflutning Félags atvinnurekenda í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann skrifar: „Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni?“ Útlegging Harðar á sér ekki stoð í raunveruleikanum. FA hefur bent á að geti svínaræktin ekki keppt við innflutning sem nemur 10% af innanlandsneyzlu, á tollum sem nema 30-40% af innkaupsverði, ættu svínabændur að snúa sér að arðbærari iðju. Undirritaður sagði í fréttum RÚV 12. desember: „Svo held ég hins vegar að innlendir framleiðendur ættu alveg að geta keppt á grundvelli gæða og hreinleika. Neytendur eiga þá bara einfaldlega að eiga valið á milli innlends svínakjöts og þess erlenda og geta valið á milli þess bæði á grundvelli verðs og upplýsinga um framleiðsluhætti og hvernig er búið að dýrunum.“ Sambærileg ummæli féllu á Bylgjunni 10. desember. Auðvitað skiptir verðið ekki öllu máli þegar neytendur velja sér vöru. Einmitt þess vegna ættu íslenzkir svínabændur að geta mætt erlendri samkeppni. Þeir krefjast þess hins vegar af stjórnvöldum að lagðir séu ofurtollar á innflutning og andmæla þeirri rýmkun á innflutningsheimildum sem gripið hefur verið til undanfarin ár til að mæta skorti á svínakjöti. Í raun eru engin rök fyrir að stjórnvöld verndi svínaræktina. Röksemdir um að verið sé að vernda hefðbundinn búskap í harðbýlu landi eiga ekki við. Svín eru alin af fáeinum umsvifamiklum fyrirtækjum í stórum iðnaðarskemmum, mest á innfluttu fóðri. Þeirri spurningu er hins vegar auðsvarað hvaða starfsemi yrði eftir á Íslandi ef undirrituðum yrði að ósk sinni. Það yrði öflug atvinnustarfsemi sem þyrfti ekki tolla eða ríkisstyrki til að standast alþjóðlega samkeppni. Það á við um flestar atvinnugreinar á Íslandi í dag.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun