Minningin lifir Kolbrún Baldursdóttir skrifar 23. desember 2014 07:00 Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Minningar eru ótrúlega stór hluti af lífi okkar þegar við förum að hugsa um það. Sérhvern dag birtast ljóslifandi í huga okkar alls konar minningar, góðar, slæmar, bjartar, dimmar eða litlausar. Minningarnar varða atburði, okkur sjálf og annað fólk. Sumar valda tilfinningalegu uppnámi, kalla fram gleði, sorg eða eru allt að áhrifalausar. Ótal atriði í daglega lífi okkar geta kallað fram minningar. Oft nægir að við finnum lykt og yfir okkur hellast minningar um eitthvað sem þessi ákveðna lykt framkallar. Neikvæðar minningar geta án nokkurrar viðvörunar valdið uppþoti í huga okkar og tilfinningalegri óreiðu. Að sama skapi getur minning um eitthvað jákvætt laðað fram bros, jafnvel hlátur og kátínu. Hver hefur ekki einhvern tímann skellihlegið með sjálfum sér þegar skemmtileg minning skýtur upp kollinum? Minningar geta á einni svipstundu hrifið okkur brott, farið með okkur langt aftur í tímann þannig að við gleymum stund og stað. Minningar snúast allt eins um okkur sjálf eins og aðra eða einhverja atburði. Við munum hvernig við brugðumst við ólíku áreiti og hvernig við komum fram við vissar aðstæður. Það eru einmitt minningarnar um hegðun og framkomu sem mig langar að veita sérstaka athygli nú í þessari grein. Minningarnar um að hafa greitt götu einhvers, liðsinnt eða aðstoðað eru skemmtilegar minningar sem ylja. En öll eigum við sennilega líka einhverjar neikvæðar minningar um okkur sjálf, um að hafa gert eitthvað eða sagt sem við erum ekki stolt af eða myndum gjarnan viljað hafa gert öðruvísi. Ansans ári hvað þær minningar geta lifað jafnvel þótt við margsegjum okkur að það hafi ekkert upp á sig að dvelja í fortíðinni, henni verður ekki breytt og nú sé best að sleppa takinu og allt þar fram eftir götu Minningin um að hafa verið strítt eða lagður í einelti geta lifað lengi með einstaklingnum. En minningar um að hafa meitt einhvern eru ekki síður þrautseigar. Þetta vita þeir fagaðilar sem vinna við að hjálpa fólki að byggja upp sjálfsmynd og sjálfsöryggi eftir að hafa verið beitt ofbeldi af einhverju tagi þ.á.m. lagðir í einelti. Þegar unnið er með þolanda eineltis verðum við að fá hann til að trúa að það er hægt að líða betur. Þolandi eineltis má aldrei að missa vonina. Það er rétt að sárin gróa seint, örin jafnvel aldrei, en það eru til aðferðir sem styrkja sjálfsmyndina og milda höfnunartilfinninguna.Jákvæð staðarmenning Þegar við segjum að sárin gróa seint og örin jafnvel aldrei þá erum við að tala um að minningin um eineltið lifir. Eins og óþekktarormar hinir mestu, dúkka þessar sáru minningarnar upp oft við hið minnsta tilefni, stundum við einhverjar aðstæður/kringumstæður, þegar mætt er einhverjum aðila sem tengist tímabilinu eða þegar mætt er gerandanum á förnum vegi og gildir þá einu þótt liðin séu jafnvel 30-40 ár. Á svipstundu getur hin sára minning um eineltið og höfnunartilfinningu sem því fylgir komið upp í hugann. En minningar um að hafa meitt einhvern valda oft ekki síður usla í sál gerandans þótt langt sé jafnvel um liðið. Sektarkennd vegna þess að hafa vísvitandi meitt eða sært einhvern er ekki góður lífsförunautur. Stríðni og einelti fyrirfinnst víða þar sem börn eða fullorðnir koma saman en vissulega í mismiklum mæli. Sé staðarmenning jákvæð, má gera því skóna að færri mál af þessu tagi komi upp eða nái að þrífast. Þess vegna þarf forvarnarboltanum að vera haldið á lofti allt árið um kring. Kjarni hans er umræða og fræðsla um góða samskiptahætti. Krafan er sú að öllum ber að koma vel fram við aðra, hvernig svo sem þeim kann að líka við manneskjuna. Í umhverfi þar sem börn eru í námi, íþróttum eða æskulýðsstörfum verða hinir fullorðnu að vera vakandi og grípa strax inn verði einhverjar uppákomur í samskiptum eða atvik. Að öðrum kosti er hætta á að slíkt geti vaxið og orðið að stærra og umfangsmeira máli. Mest um vert er að allar stofnanir og fyrirtæki hafi skýrar verklagsreglur í eineltismálum sem eru aðgengilegar á heimasíðu. Til dæmis með hvaða hætti er hægt að tilkynna mál, hverjir taka við þeim og hvernig er úrvinnslunni háttað? Loðin og óljós viðbrögð og flókið og óreiðukennt ferli er ávísun á að mál af þessu tagi geti orðið að martröð sem lifir í minningunni jafnvel árum saman.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun