Frakkar hættir með hátekjuskatt Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 13:24 Emmanuel Macron, Gerard Depardieu og Francois Hollande. Vísir/AFP Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun í gær um að endurnýja ekki 75 prósenta hátekjuskatt sem lagður var á árið 2012. Skatturinn aflaði ríkinu ekki nægilegar tekjur og einstaklingar með háar tekjur höfðu flúið land vegna hans. 75 prósent skattur var lagður á allar árstekjur sem fara yfir eina milljón evra. Alls aflaði skatturinn rúmum 505 milljónum dala (64,6 milljarðar króna) á síðustu tveimur árum, sem samsvarar einungis hálfu prósenti af fjárhagshalla franska ríkisins. Á vef Business Insider segir að ríkisstjórnin ætli að fara leið sem sé „vingjarnlegri“ viðskiptaheiminum. Það vakti mikla athygli þegar leikarinn Gerard Depardieu afsalaði ríkisborgararétti sínum í Frakklandi og flutti til Rússlands vegna skattanna. Skatturinn var eitt af stærstu kosningamálum Francois Hollande, forseta Frakklands, árið 2012. Hann gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í fyrra og fékk Emmanuel Macron, sem er einungis 37 ára gamall og hefur starfað sem fjárfestir hjá Rothschild og Cie Banque bankanum. Sá hafði lýst hátekjuskattinum sem: „Kúba, án sólarinnar.“ Efnahagur Frakklands þykir vera í vandræðum en á fyrri helmingi þessa árs er spáð 0,3 prósenta hagvexti og atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í byrjun desember. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun í gær um að endurnýja ekki 75 prósenta hátekjuskatt sem lagður var á árið 2012. Skatturinn aflaði ríkinu ekki nægilegar tekjur og einstaklingar með háar tekjur höfðu flúið land vegna hans. 75 prósent skattur var lagður á allar árstekjur sem fara yfir eina milljón evra. Alls aflaði skatturinn rúmum 505 milljónum dala (64,6 milljarðar króna) á síðustu tveimur árum, sem samsvarar einungis hálfu prósenti af fjárhagshalla franska ríkisins. Á vef Business Insider segir að ríkisstjórnin ætli að fara leið sem sé „vingjarnlegri“ viðskiptaheiminum. Það vakti mikla athygli þegar leikarinn Gerard Depardieu afsalaði ríkisborgararétti sínum í Frakklandi og flutti til Rússlands vegna skattanna. Skatturinn var eitt af stærstu kosningamálum Francois Hollande, forseta Frakklands, árið 2012. Hann gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í fyrra og fékk Emmanuel Macron, sem er einungis 37 ára gamall og hefur starfað sem fjárfestir hjá Rothschild og Cie Banque bankanum. Sá hafði lýst hátekjuskattinum sem: „Kúba, án sólarinnar.“ Efnahagur Frakklands þykir vera í vandræðum en á fyrri helmingi þessa árs er spáð 0,3 prósenta hagvexti og atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í byrjun desember.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira