Jóhann Jóhannsson í viðtali: „Gríðarlegur heiður“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 14:08 Jóhann er fimmti Íslendingurinn til að vera tilnefndur. „Þetta er alveg gríðarlegur heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ segir Jóhann Jóhannsson sem rétt í þessu var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. „Ég átti í rauninni átti alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir. Fréttastofa náði tali af Jóhanni en hann var staddur í Berlín þar sem hann býr. Jóhann, sem vann til Golden Globe verðlaunanna fyrr í vikunni segist ekki vera búinn að finna pláss fyrir þau verðlaun. „Nei, ég er nú ekki búinn að finna stað fyrir Golden Globe styttuna. Ég þarf að finna einhvern góðan stað í stofunni," segir hann hógvær. Jóhann segist ætla að undirbúa sig betur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. „Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn." Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. Rúnar Rúnarsson var tilnefndur fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, árið 2006. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I've seen it all úr Myrkradansaranum árið 2001. Meðhöfundur lagsins var Lars Von Trier. Golden Globes Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Menning Fleiri fréttir Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Sjá meira
„Þetta er alveg gríðarlegur heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ segir Jóhann Jóhannsson sem rétt í þessu var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. „Ég átti í rauninni átti alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir. Fréttastofa náði tali af Jóhanni en hann var staddur í Berlín þar sem hann býr. Jóhann, sem vann til Golden Globe verðlaunanna fyrr í vikunni segist ekki vera búinn að finna pláss fyrir þau verðlaun. „Nei, ég er nú ekki búinn að finna stað fyrir Golden Globe styttuna. Ég þarf að finna einhvern góðan stað í stofunni," segir hann hógvær. Jóhann segist ætla að undirbúa sig betur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. „Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn." Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. Rúnar Rúnarsson var tilnefndur fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, árið 2006. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I've seen it all úr Myrkradansaranum árið 2001. Meðhöfundur lagsins var Lars Von Trier.
Golden Globes Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Menning Fleiri fréttir Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Sjá meira