Velferðarráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2015 13:53 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún. Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira