UFC var harðlega gagnrýnt fyrir að refsa ekki sínum besta manni, Jon Jones, er leifar af kókaíni fundust í líkama hans fyrir bardagann gegn Daniel Cormier.
Niðurstöður prófsins voru ekki gefnar út fyrir bardagann og UFC stöðvaði hann ekki. Efnið var víst ekki á bannlista.
Er greint var frá niðurstöðu lyfjaprófsins var tekið fram að Jones væri farinn í meðferð og að hann nyti stuðnings UFC í því að taka á sínum málum.
Móðir Jones hefur nú staðfest að þessi meðferð hafi nú verið lítið annað en sýndarmeðferð. Jones fór nefnilega bara í meðferð í einn sólarhring.
Hann ætlar svo að mæta á leik New England Patriots og Indianapolis Colts í undanúrslitum NFL-deildarinnar um helgina en bræður hans spila með sitthvoru liðinu.
„Ég er ánægð að þetta hafi komið fyrir Jon. Það fær hann til að hugsa sinn gang og hvort hann verði ekki að umgangast annað fólk en það sem hann er með í kringum sig í dag," sagði móðir Jones, Camille.
Jones fór í sólarhringsmeðferð

Tengdar fréttir

Jon Jones féll á lyfjaprófi
Besti bardagakappi UFC er farinn í meðferð.

Sjáðu frábæran bardaga Jones og Cormier
Það var sannkallaður risabardagi í UFC um helgina er Jon Jones mætti Daniel Cormier.

UFC hafði ekki leyfi til að aflýsa bardaga Jones og Cormier
UFC hefur verið mikið gagnrýnt fyrir að leyfa Jon Jones að keppa um síðustu helgi þó svo hann hefði fallið á lyfjaprófi.

Vill fleiri lyfjapróf í UFC
Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson vill sjá UFC beita sér fyrir því að fleiri í íþróttinni þurfi að gangast undir lyfjapróf.

Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið | Myndband
"Ég vona að það verði fleiri og betri próf. Blóðprufur og menn geri þetta að alvöru. Þó svo það sé dýrt þá held ég að það skili sér."